Ekkert varðskip úti á miðum

Sem stendur er ekkert þriggja varðskipa Landhelgisgæslunnar úti á miðum
Sem stendur er ekkert þriggja varðskipa Landhelgisgæslunnar úti á miðum mynd/Landhelgisgæslan

Varðskipið Ægir er nú við bryggju í Reykjavíkurhöfn. Ekkert varðskip er því á miðunum þar sem Týr er við fiskveiðieftirlit erlendis og Þór er í viðgerð í Noregi.

Að sögn Hrafnhildar Stefánsdóttur, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, gera áætlanir ráð fyrir einu varðskipi á sjó. Ægir verður tímabundið í höfn á meðan áhöfn hvílist og reglubundið eftirlit með búnaði á sér stað. Mun skipið leggja fljótlega aftur úr höfn.

Að sögn Hrafnhildar er Týr staddur á sameiginlegum fiskveiðsvæðum Evrópusambandsins og er nú í nágrenni við Nýfundnaland. Viðgerðin sem nú stendur yfir á varðskipinu Þór ætti að taka um fjórar vikur, en hann var sendur í viðgerð til Noregs fyrir tæpum tveimur vikum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert