Stærsti steinbítur landsins

Guðmundur Eyþór Ívarsson með risasteinbítinn.
Guðmundur Eyþór Ívarsson með risasteinbítinn. mbl.is/Alfons

Dragnótabáturinn Bára SH landaði í gær afla sínum á fiskmarkaði Íslands á Rifi. Veitti starfsmaður markaðsins því athygli að óvenju stór steinbítur var í afla Bárunnar.

Steinbíturinn sem var hrygna var mældur og vigtaður og reyndist hann vera 126,5 sentimetrar að lengd og 19 kíló að þyngd.

Í Morgunblaðinu í dag segir Jónbjörn Pálsson, fiskifræðingur, að samkvæmt þeim skrám sé þetta stærsti steinbítur sem hefur verið veiddur og mældur við Íslandsstrendur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert