Vatnsdeigið vinsælast

Sigrún Sól og Karítas Líf brosmildar með bollur hjá Bakarameistaranum …
Sigrún Sól og Karítas Líf brosmildar með bollur hjá Bakarameistaranum í Suðurveri. mbl.is/Golli

Einn dagur nægir Íslendingum ekki til bolluáts, en flest bakarí landsins hefja sölu á rjómabollum fjórum til fimm dögum fyrir daginn sjálfan.

Í Mosfellsbakaríi er boðið upp á bollur með jarðarberja-, púns- og „Irish Coffee“-rjóma. Að sögn Áslaugar verslunarstjóra eru vinsælustu bollurnar hefðbundnar vatnsdeigsbollur með sultu, rjóma og súkkulaði ofan á, en þar á eftir koma bollur með Bailey's og svo með vanillu. Hún segir flesta koma á sunnudeginum til að kaupa bollur fyrir fjölskylduveislur.

Hjá Jóa Fel. er að venju boðið upp á bæði ger- og vatnsdeigsbollur, en að sögn Lindu Rósar, verslunarstjóra í Holtagarðaverslun Jóa Fel., eru vatnsdeigsbollurnar langtum vinsælli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert