Hefur afplánun á Skólavörðustíg

Hegningarhúsið við Skólavörðustíg
Hegningarhúsið við Skólavörðustíg mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Afplánun Baldurs Guðlaugssonar hefst í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg, þá tekur Litla-Hraun við en síðan mögulega Kvíabryggja eða Sogn. Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins.

Fangelsismálastofnun gefur ekki upp hvernig mál einstakra einstaklinga eru afgreidd. Leiðin sem hér er lýst er hefðbundin leið einstaklings sem hefur verið dæmdur fyrir svipað mál og Baldur.

Það er algjörlega óljóst hvenær Baldur stígur inn fyrir þröskuldinn í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg jafnvel þótt hann óski sjálfur eftir því að fá að hefja afplánun tveggja ára dóms síns sem fyrst, samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins.

Baldur var dæmdur sekur um brot á innherjaviðskiptum þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir rúmar 190 milljónir króna þremur vikum áður en bankinn fór á hliðina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert