Tæplega 500 að útskrifast

Háskóli Íslands
Háskóli Íslands mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Nærri 500 kandídatar brautskrást frá Háskóla Íslands í dag í Háskólabíói klukkan 13.
Brautskráðir verða nemendur úr grunn- og framhaldsnámi frá öllum fimm fræðasviðum Háskóla Ísland.

Alls munu 484 kandídatar með 487 próf taka við prófskírteinum sínum við athöfnina.
Frá því að fyrstu nemendurnir hófu nám í Háskóla Íslands fyrir rétt rúmum 100 árum hafa á fimmta tug þúsunda nemenda tekið við prófskírteinum frá Háskóla Íslands.

Alls brautskrást 484 kandídatar með 487 próf (þrír kandídatar brautskrást með tvö próf).
Úr grunnnámi - 273
Úr meistaranámi - 170
Úr viðbótarnámi  - 44 (hér er átt við á framhaldsstigi, grunndiplóma væri reiknuð inn í grunnnámið hér að ofan)
Alls 487 próf

Eftir fræðasviðum:
Félagsvísindasvið - 204
Heilbrigðisvísindasvið - 53
Hugvísindasvið - 92
Menntavísindasvið - 54
Verkfræði- og náttúruvísindasvið - 84
Alls 487 próf

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert