67% myndu hafna ESB-aðild

stækka

Reuters

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem Capacent Gallup vann fyrir Samtök iðnaðarins eru 56,2% andvíg inngöngu í Evrópusambandið en 26,3% henni hlynnt. 17,5% taka hins vegar ekki afstöðu í könnuninni.

Einnig var spurt hvernig fólk myndi greiða atkvæði ef þjóðaratkvæði færi fram um inngöngu í ESB nú og sögðust 67,4% hafna aðild en 32,6% samþykkja hana.

Samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunarinnar hefur andstaða við inngöngu í ESB aukist umtalsvert frá hliðstæðri könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins í febrúar 2011.

Að síðustu var spurt að því hvort stjórnvöld ættu að draga umsóknina um inngöngu í ESB til baka og sögðust 43,6% hlynnt því en 42,6% andvíg. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Samtök iðnaðarins kanna afstöðu til þeirrar spurningar.

Skoðanakönnunin var gerð dagana 12. til 20. janúar sl., úrtakið var 1350 manns og svarhlutfallið 64,2% en greint var frá niðurstöðum könnunarinnar á heimasíðu Samtaka iðnaðarins 22. febrúar síðastliðinn.

Heimasíða Samtaka iðnaðarins

Niðurstöður skoðanakönnunarinnar (pdf)

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Innlent »

Framsókn með paralista í Hafnarfirði

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Hafnarfirði.
Í gær, 23:54 11 konur og 11 karlar skipa framboðslista Framsóknarflokksins í Hafnarfirði, sem samþykktur var á fjölmennum fundi fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í bænum. Ágúst Bjarni Garðarsson stjórnmálafræðingur leiðir listann en Eygló Harðardóttir velferðarráðherra skipar heiðurssæti listans. Meira »

Flughálka og skafrenningur á vesturlandi

Holtavörðuheiði
Í gær, 23:47 Flughálka er nú á Vesturlandi og skafrenningur bæði á Holtavörðuheiði og í Bröttubrekku. Á Suðurlandi eru hálkublettir og éljagangur á flestum leiðum og hálka á Hellisheiði. Meira »

Þarf kannski að spyrja yfirmanninn

Hluti af línunni sem Anna verður með til sýnis á tískuvikunni.
Í gær, 21:49 Íslenskur fatahönnuður tekur þátt ásamt 12 fulltrúum Marangoni hönnunarskólans á tískuvikunni í Sjanghæ þar sem þeir sýna eigin hönnun. „Þetta er frábært tækifæri fyrir mig og okkur öll að koma fram,“ segir fatahönnuðurinn Anna Rakel Ólafsdóttir í samtali við mbl.is. Meira »

Klassískur vorstormur fyrir páska

Það ætti að vera útivist til fyrirstöðu um páskahelgina, svo lengi sem fólk er vel ...
Í gær, 21:19 Þeir sem hyggja á ferðir milli landshluta um páskahelgina ættu að hafa í huga að von er á stormi að kvöldi skírdags og fram eftir föstudeginum langa. Sjálfa helgina verður veðrið nokkuð meinlaust víða um land en þó almennt fremur kalt í veðri. Veðurstofan minnir á að á íslensku vori er allra veðra von. Meira »

Duttu í kokteilblandarann myndskeið

cocktail
Í gær, 19:30 Hvað á sjálftístandi kokteilblandari sameiginlegt með jafnvægisfestingu fyrir GoPro-myndavél á þyrlu og sjálfvirkt gróðurhús. Kannski ekki margt við fyrstu sýn en mbl.is kynnti sér málið. Meira »

Fluttur með þyrlu eftir bílveltu

TL - Líf þyrla landhelgisgæslunar
Í gær, 18:51 Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Landspítalann í Fossvogi fyrir stundu með mann sem slasaðist í bílveltu á Snæfellsvegi. Svo heppilega vildi til að þyrlanvar við æfingaflug í nágrenninu þegar tilkynnt var um slysið. Meira »

Hvetja til matjurtaræktunar

Í gær, 20:35 Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að leita eftir hugmyndum frá borgarbúum um auðar lóðir eða reiti þar sem þeir geta stundað matjurtarækt var samþykkt af borgarstjórn í dag. Meira »

Styðja baráttu háskólakennara

Stúdentar mótmæltu við fjármálaráðuneytið í gær.
Í gær, 19:19 Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, lýsir yfir fullum stuðningi við kennara Háskóla Íslands í baráttu þeirra fyrir bættum kjörum. Röskva sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis, vegna fréttar sem birtist í Fréttablaðinu um reiði stúdenta. Meira »

Skólagarðar Reykjavíkur ekki endurvaktir

Skólagarðarnir nutu jafnan mikilla vinsælda og komust færri að en vildu.
Í gær, 18:38 Tillaga um að endurvekja starfsemi Skólagarða Reykjavíkur var felld í borgarstjórn í dag. Starfsemi þeirra var hætt árið 2011 í sparnaðarskyni. Meira »

Góður gangur í viðræðunum

Í gær, 18:38 Góður gangur er í kjaraviðræðum Félags háskólakennara og ríkisins, að sögn Jörundar Guðmundssonar, formanns Félags háskólakennara. „Það er góður gangur en þó er ekkert hægt að segja fyrr en á morgun,“ segir hann í samtali við mbl.is. Meira »

„Ástandið hefur ekkert batnað“

Það verður í nógu að snúast hjá Mæðrastyrksnefnd fyrir páskana.
Í gær, 18:30 „Ástandið hefur ekkert batnað hjá okkur. Það er að fjölga í öllum hópum sem koma til okkar og þá meira að segja í hópi unga fólksins,“ segir Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar. Hún á von á því að á annað þúsund manns muni leita sér aðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd fyrir páska. Meira »

Gafflaskortur ekki vandamál

Leikskólabörn að leik.
Í gær, 18:12 Hægur vandi er að leysa úr því ef gaffla og diska vantar á leikskólann Marbakka og er sú framkvæmd á hendi stjórnenda leikskólans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Kópavogsbæ, vegna frétta mbl.is um vandamál á leikskólanum sem rekja megi til fjárskorts. Meira »

Verulega ölvaður undir stýri

Í gær, 16:07 Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði nýverið för ökumanns og reyndust aðstæður hans og ástand ekki alveg sem skyldi.   Meira »

Rannsókn á meintri árás langt komin

Fangaklefi á Litla Hrauni.
Í gær, 15:30 Rannsókn á meintri líkamsárás fjögurra fangavarða er langt komin, að sögn lögreglu á Selfossi. Fangi á Litla-Hrauni lagði fram kæru á hendur fangavörðunum í síðasta mánuði, en hann sakar þá um að hafa gengið í skrokk á sér. Fangaverðirnir hafa verið yfirheyrðir vegna málsins. Meira »

Kæruleið fyrir börn tekur gildi

Íslenska ríkið hefur ekki enn skrifað undir eða fullgilt bókunina.
Í gær, 14:48 Í nóvember á þessu ári eru 25 ár liðin frá því að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna tók gildi. Á þeim aldarfjórðungi sem liðinn er frá því sáttmálinn var samþykktur er hann orðinn útbreiddasti mannréttindasáttmáli heims. Meira »

Vara við hættu við háspennumannvirki

Skíðadrekar í Ölpunum.
Í gær, 15:58 Vegna vaxandi notkunar svokallaðra skíðadreka hérlendis vill Landsnet vara við hættum sem geta skapast ef íþrótt þessi er stunduð of nálægt háspennumannvirkjum, sér í lagi háspennulínum. Meira »

Leggið ekki þreytt upp í páskaferð

Syfjaðir ökumenn geta verið hættulegir.
Í gær, 15:22 Í aðdraganda páskanna ættu ökumenn að hafa í huga að mikilvægt að þeir séu úthvíldir áður en sest er undir stýri. Banaslys hafa orðið í umferðinni sem rekja má til þess að ökumaður sofnaði undir stýri. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sjóvá. Þar segir að í nýlegri könnun á vegum Samgöngustofu komu meðal annars fram að 10% ökumanna segjast oft eða stundum skyndilega hafa orðið mjög þreyttir eða syfjaðir undir stýri. Slíkt hefur áhrif á viðbrögð og árvekni í umferðinni. Meira »

Listi Bjartrar framtíðar í Árborg

Efstu sjö á lista Bjartrar framtíðar.
Í gær, 14:43 Framboðslisti Bjartrar framtíðar í Árborg til sveitarstjórnarkosninga í vor var samþykktur á opnum félagsfundi í gær.   Meira »
Reiðhjólafesting á toppgrind.
Er fyrir prófíl þverslár. 2 stk. til. Verð 10 þ. stk. s. 896 3589 haddogg@simne...
BIFREIÐASTILLINGAR NICOLAI
NICOLAI bifreiðastillingar, Faxafeni 12, sími 588 2455. Véla- og hjólastillingar...
Sumarhús í Sléttuhlíð ofan Hafnarfjörð
Sumarhús í Sléttuhlíð 40 fermetrar 20 fermetrar svefnloft rafmagn hielsárs...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
 
L fjölnir 6014041519 i pf.
Félagsstarf
l FJÖLNIR 6014041519 I Pf....
Hí atvinnuauglýsing
Önnur störf
Ert þú að leita að fjölbreyttu og spe...
Blaðamaður á viðskiptablaðið
Önnur störf
Blaðamaður Viðskiptablaðið óskar efti...
Samaugl 15529 og 15643 útboð
Tilboð - útboð
Útboð 15529Lögfr...