67% myndu hafna ESB-aðild

stækka

Reuters

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem Capacent Gallup vann fyrir Samtök iðnaðarins eru 56,2% andvíg inngöngu í Evrópusambandið en 26,3% henni hlynnt. 17,5% taka hins vegar ekki afstöðu í könnuninni.

Einnig var spurt hvernig fólk myndi greiða atkvæði ef þjóðaratkvæði færi fram um inngöngu í ESB nú og sögðust 67,4% hafna aðild en 32,6% samþykkja hana.

Samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunarinnar hefur andstaða við inngöngu í ESB aukist umtalsvert frá hliðstæðri könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins í febrúar 2011.

Að síðustu var spurt að því hvort stjórnvöld ættu að draga umsóknina um inngöngu í ESB til baka og sögðust 43,6% hlynnt því en 42,6% andvíg. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Samtök iðnaðarins kanna afstöðu til þeirrar spurningar.

Skoðanakönnunin var gerð dagana 12. til 20. janúar sl., úrtakið var 1350 manns og svarhlutfallið 64,2% en greint var frá niðurstöðum könnunarinnar á heimasíðu Samtaka iðnaðarins 22. febrúar síðastliðinn.

Heimasíða Samtaka iðnaðarins

Niðurstöður skoðanakönnunarinnar (pdf)

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Innlent »

Vonskuveður í dag

05:55 Það verður snjókoma og skafrenningur norðaustanlands í dag og því slæmt ferðaveður. Búist er við vonskuveðri austantil á landinu fram eftir degi og mjög snörpum vindhviðum víða á Austurlandi og Austfjörðum. Meira »

Þrír ökumenn undir áhrifum vímuefna

05:54 Nóttin var róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri en á höfuðborgarsvæðinu hafði lögreglan afskipti af fjórum ökumönnum. Meira »

Nýta tíðnisviðin á háhraða

05:30 Möguleikar símafyrirtækjanna aukast á notkun tíðna fyrir háhraða farsímaþjónustu verði frumvarp innanríkisráðherra um að fella burt lög um þriðju kynslóð farsíma samþykkt sem lög frá Alþingi. Meira »

Rætt um lækkun gjaldsins

05:30 Samtök atvinnulífsins (SA) munu á næstu dögum funda með stjórnvöldum um lækkun tryggingagjalds.  Meira »

Bólusetning er enn í boði

05:30 „Við höfum ekki séð merki inflúensunnar. Við verðum yfirleitt fljótt vör við hana á Læknavaktinni því þá eykst þunginn, fleiri koma og vitjanabeiðnum fjölgar.“ Meira »

138 milljarða atvinnuleysisbætur

05:30 Vinnumálastofnun (VMST) hefur greitt yfir 130 milljarða króna í atvinnuleysisbætur frá árinu 2008. Samkvæmt áætlun stofnunarinnar verður upphæðin komin í alls 138 milljarða króna í árslok. Meira »

Aksturs- og dagpeningar lækkuðu

05:30 Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið að lækka akstursgjald í aksturssamningum ríkisstarfsmanna og ríkisstofnana.  Meira »

Feðgar selja íbúðahótel

05:30 Feðgarnir Aðalsteinn Gíslason og Stefán Aðalsteinsson hafa selt rekstur Welcome Apartments til félags í eigu fasteignaþróunarfélagsins Mannverks. Kaupverðið er trúnaðarmál. Meira »

Loka Suðurlandsvegi við Reynisfjall

Í gær, 23:36 Vegna ófærðar er verið að loka Suðurlandsvegi við Reynisfjall. Flutningabílar hafa verið að festast í Gatnabrún í kvöld og ákveðið hefur verið í samráði við Vegagerðina að loka veginum yfir fjallið. Meira »

Verkfallinu aflýst

Í gær, 23:21 Boðuðu verkfalli starfsmanna álversins í Straumsvík hefur verið aflýst. Þetta staðfestir Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna í álveri Rio Tinto í Straumsvík, í samtali við mbl.is. Að mati samninganefndarinnar er gagnslaust að halda verkfallinu til streitu. Meira »

Byggja lúxusíbúðir á Laugavegi

Í gær, 22:50 Stefnt er að því að opna íbúðahótel í bakhúsi neðst á Laugavegi í Reykjavík í mars á næsta ári. Framkvæmdirnar fela í sér stækkun hússins og fjölgun hótelíbúða úr fjórum í átta. Fyrirtækið Icewear á húseignina. Meira »

Enn eitt metið slegið

Í gær, 22:29 Enn eitt metið hefur verið slegið í umferðinni að sögn Vegagerðarinnar og það stefnir í að árið 2015 verði metár. Aldrei áður hefur mælst meiri umferð um 16 lykilteljara á hringveginum í nóvembermánuði. Umferðin jókst um tæp sex prósent frá því í sama mánuði í fyrra. Meira »

Engar viðræður í gangi

Í gær, 21:42 Fulltrúar samninganefndar Rio Tinto Alcan eru ekki lengur í húsi hjá ríkissáttasemjara í samningaviðræðum við starfsmenn. Ljóst er að verkfall hefst í álverinu á miðnætti ef ekki semst. Talsmaður Rio Tinto hefur ekki gefið upp vonina. Meira »

Óánægja með jóladagatal RÚV

Í gær, 20:51 Miklar umræður hafa skapast á Facebook í kvöld vegna jóladagatals sjónvarpsins sem hófst á RÚV í kvöld. Vandamálið við jóladagatalið, sem ber titilinn Tímaflakkið, eða Tidrejsen, er að það er á dönsku og textað með á íslensku. Margir hafa bent á þá staðreynd að markhópur jóladagatalsins eru börn, oft niður í 2-3 ára og kunna því í fæstum tilvikum dönsku. Meira »

Björgunarsveitarmenn á leið í hús myndasyrpa

Í gær, 19:51 Síðustu björgunarsveitarbílarnir á höfuðborgarsvæðinu voru á leið í hús nú á áttunda tímanum eftir viðburðaríkan dag. Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, voru björgunarsveitarmenn að megninu til að aðstoða fasta bíla vegna snjókomunnar sem gekk yfir höfuðborgarsvæðið. Meira »

Lögðu blómsveig að leiði Jóns

Í gær, 21:15 Stúdentar létu ekki snjókomu stöðva sig þegar þeir héldu fullveldisdaginn hátíðlegan við Háskóla Íslands í dag. Dagskráin riðlaðist lítillega vegna veðurs en stúdentar héldu í hefðina og gengu nú síðdegis að leiði Jóns Sigurðssonar og lögðu þar blómsveig. Meira »

11 greinst HIV-jákvæðir í ár

Í gær, 20:27 Það sem af er þessu ári hafa 11 manns greinst HIV-jákvæðir. Alls hafa því 332 greinst með HIV/alnæmi frá upphafi greininga árið 1983. Karlar eru í miklum meirihluta. Meira »

Fundað í kjaradeilu Rio Tinto

Í gær, 19:10 Fundur stendur nú yfir í kjaradeilu starfsmanna álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík en boðað verkfall hefst á miðnætti náist ekki að semja. Fundurinn hófst fyrir um klukkustund. Meira »
RÚM, SKRIFSTOFUHÚSGÖGN, SKÁPAR OG FLEIRA
WWW.HUSGOGN.NET VERÐ OG UPPLÝSINGAR UM VÖRUR Á HEIMASÍÐUNI. WWW.HUSGOGN.NET En...
VW Fox 2005 til sölu
Ekinn 79700 álfelgur nýleg heilsársdekk skoðaður (ekki samlæsingar né rafmagn í ...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
 
Kynningarfundur
Tilkynningar
Kynningarfundur Deiliskipulag ...
Drög að tillögu að matsáætlun forsvars
Tilkynningar
Drög að tillögu að matsáætlun Forsv...
Útboð 20205
Tilboð - útboð
...
Bifreiðauppboð
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu Skóga...