Leigubílstjórar að kikna

mbl.is/Ómar

Leigubílstjórar eru margir hverjir að kikna undan kostnaðarhækkunum og þar vega þyngst verðhækkanir á dísilolíu og bensíni að undanförnu.

Þetta segir Eysteinn Georgsson, formaður Freys, félags leigubílstjóra í Reykjanesbæ, í umfjöllun í Morgunblaðinu í dag. „Ástandið er orðið mjög alvarlegt. Olían hækkar stanslaust og við fáum engar niðurgreiðslur af neinu tagi,“ segir Eysteinn.

„Um leið og verðið fer upp í 300 krónur er ég hættur,“ bætir hann við og gerir fastlega ráð fyrir að fjöldi annarra bílstjóra muni gera slíkt hið sama. Hann segir að eldsneytið sé ekki það eina sem hafi hækkað, kostnaður við tryggingar og dekkjaskipti sé einnig mjög þungur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert