Stefnir Þór Saari fyrir meiðyrði

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar.
Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. Ómar Óskarsson

Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, hefur stefnt Þór Saari, þingmanni Hreyfingarinnar, fyrir meiðyrði. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Krefur Ragnar Þór um hálfa milljón króna í miskabætur.

Tilefnið er, að sögn Fréttablaðsins, ummæli sem Þór lét falla í samtali við DV þess efnis að Ragnar hefði þegið greiðslur frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna. Þór segist hafa leiðrétt ummælin eftir samtal við Ragnar en allt hafi komið fyrir ekki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert