Öryrki boðar mótmæli við ráðhúsið

Ráðhús Reykjavíkur
Ráðhús Reykjavíkur mbl.is / Hjörtur

„Við ætlum að mæta þangað með tóma diska. Ég vil fá mat á diskinn minn eins og aðrir. Ég er öryrki og vil ekki lengur standa í biðröðum,“ segir Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir, talsmaður aðgerðarhóps öryrkja, og bætir við að hún sé fyrir löngu búin að fá nóg af ástandinu sem hér ríkir. 

Hefur hún því boðað til mótmæla fyrir utan ráðhús Reykjavíkur 6. mars næstkomandi klukkan 14 en á sama tíma munu umræður um úrræði í velferðarþjónustu fara fram.

Nýverið fór Helga Björk, auk tveggja öryrkja, í ráðhúsið og krafðist þess að fá að greiða 480 krónur fyrir hádegisverð en þá upphæð greiða starfsmenn borgarinnar fyrir sinn mat í mötuneyti ráðhússins.

Skemmst er frá því að segja að þeim var vísað út úr mötuneytinu.

Helga Björk segir mjög óréttlátt að starfsmenn borgarinnar greiði minna fyrir hádegisverð sinn en t.a.m. öryrkjar gera á dvalarheimilum.

„Ég hvet alla til þess að koma með diska, skeið og gaffal. Ég vil fá mat á diskinn minn til jafnræðis við aðra landsmenn,“ segir Helga Björk og bætir við að einn skammtur af hádegisverði í ráðhúsinu hefði dugað þeim öllum þremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert