Afriðillinn endurnýjaður hjá Fjarðaáli

Afriðill Fjarðaáls
Afriðill Fjarðaáls

Afriðillinn, sem skemmdist í bruna hjá Fjarðaáli í desember 2010, hefur verið endurnýjaður og tekinn í notkun á ný.

Skipta þurfti um spenni í honum en unnt var að gera við aðra hluta hans. Nú hefur straumur til kera álversins verið aukinn á ný og er verksmiðjan smátt og smátt að ná upp sínum fyrri afköstum, en draga þurfti úr spennu til keranna í kjölfar brunans.

Öflug sprenging varð í einum af fimm afriðlum Fjarðaáls vegna útleiðslu skömmu fyrir jól 2010. Með snarræði tókst að koma í veg fyrir að eldurinn breiddist út og að aðrir afriðlar, sem störfuðu eðlilega, ofhitnuðu þrátt fyrir eldhafið í kring. Tókst því að halda starfsemi álversins gangandi þrátt fyrir sprenginguna.

Þegar eftir brunann var hafist handa við undirbúning þess að fá nýjan afriðil en afriðlar Fjarðaáls samanstanda af afriðlaspenni, reglunarspenni og ýmsum áföstum fylgibúnaði og vegur hver samstæða í heild nálægt 500 tonnum. Var gert við sumar einingar hans á verkstæðum á Reyðarfirði, afriðlaspennirinn var sendur til Noregs til viðgerðar. Nýr reglunarspennir var smíðaður hjá Fuji í Japan á innan við átta mánuðum, sem er óvenjuskammur tími fyrir svo stóran spenni sem hér um ræðir, segir í tilkynningu.

Hér á landi hafa alls nærri eitt hundrað manns komið að þessu stóra verkefni. Starfsmenn Alcoa, ýmissa verktakafyrirtækja og verkfræðistofa svo sem HATCH og HRV Engineering, sem var aðalverktaki Alcoa við framkvæmd, undirbúning og hönnun. Verkfræðistofan EFLA sá um eftirlit með framkvæmd verkefnisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert