Hreiðar: Neyðarlögin felldu okkur

Hreiðar Már í landsdómi í Þjóðmenningarhúsinu.
Hreiðar Már í landsdómi í Þjóðmenningarhúsinu. mbl.is/Kristinn

„Hann fellur við þá ákvörðun stjórnvalda að setja neyðarlög... Lög sem mismuna fólki eftir þjóðerni eða búsetu, eftir því hvernig á það er litið, lög sem breyta röð kröfuhafa... Eftir að þau lög voru samþykkt er ekki hægt að reka bankann,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson, fv. forstjóri Kaupþings, fyrir Landsdómi fyrir stundu.

„Það vill enginn eiga í viðskiptum við okkur daginn eftir að neyðarlögin voru samþykkt,“ sagði Hreiðar Már.

Með þessum ummælum vildi hann svara spurningu eins dómara um það hvers vegna Kaupþing hefði fallið þrátt fyrir þá eignastöðu sem Hreiðar Már hefði gert að umtalsefni í vitnaleiðslu sinni í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert