Innanríkisráðuneytið skoðar kynningu ESB

reuters

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur falið sérfræðingi ráðuneytisins að skoða gaumgæfilega hvort kynningarstarf Evrópusambandsins hér á landi er í samræmi við íslensk lög og reglur.

Tilefnið er fyrirspurn Frosta Sigurjónssonar til ráðuneytisins en honum virðist kynningarstarfið brjóta ákvæði laga. „Ég vænti þess að þetta muni vekja menn til umhugsunar og setja í gang rannsókn á málinu hjá innanríkisráðuneytinu,“ segir Frosti Sigurjónsson, rekstrarhagfræðingur og stjórnarmaður í Heimssýn, um tilgang fyrirspurnarinnar.

Frosti vekur athygli á því að stjórnvöld stefni að því að ljúka aðildarsamningi við ESB og leggja hann fyrir þjóðaratkvæði. Sú umræða sem fram fari þurfi að geta átt sér stað á grundvelli jafnréttis og án inngripa erlendra hagsmunaaðila.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert