Segir jafnaðarmenn geta sótt fram

Jóhanna Sigurðardóttir í ræðustóli á flokksráðsfundi Samfylkingarinnar í dag.
Jóhanna Sigurðardóttir í ræðustóli á flokksráðsfundi Samfylkingarinnar í dag. Morgunblaðið/Árni Sæberg

„Kæru félagar, við jafnaðarmenn höfum allar forsendur til þess að sækja fram og afla málstað okkar fylgis,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra undir lok ræðu sinnar í morgun er hún setti flokksstjórnarfund Samfylkingarinnar.

Í ræðu sinni fór Jóhanna yfir víðan völl og fjallaði m.a. um Evrópumálin, tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá, eignarhald þjóðarinnar á auðlindum, atvinnumál, gjaldeyrismál og loks lagði hún sérstaka áherslu á málefni ungs fólks og námsmanna. Yfirskrift ræðu Jóhönnu var Unga Ísland - land tækifæranna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert