Vildi hlífa Árna Johnsen

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Ólína Þorvarðardóttir

Til snarpra orðaskipta kom á Alþingi í dag milli Ólínu Þorvarðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar og Árna Johnsen, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Sakaði Ólína hann um að fara með dylgjur og sagðist ekki ætla að rifja upp einstök atvik úr ævi hans.

Ólína er einn af flutningsmönnum tillögu um aukinn upplýsingarétt um umhverfismál. Í umræðunum sté Árni í ræðustól og gagnrýndi frumvarpið. Hann sagði að það fæli í sér aukinn kostnað fyrir sveitarfélögin og talaði um óvissuferð í því sambandi. Hann sagði í lok ræðu sinnar að stjórnsýsla þingmannsins hefði ekki alltaf verið á vetur setjandi.

Ólína bað þá um orðið undir liðnum um fundarstjórn forseta og sagði m.a. að það væri heldur betur hægt að dylgja um margt í lífi þingmanna, bæði opinbert og óopinbert. Hún sagðist ætla að hlífa þingmanninum við því að rifja upp einstök atvik úr ævi hans, en honum væri lítill greiði gerður með því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert