Braut allar helstu grundvallarreglur

Jón Baldvin Hannibalsson.
Jón Baldvin Hannibalsson. Ragnar Axelsson

„Ég býð ekki í það, ef óhróður af þessu tagi, settur fram undir yfirskini hlutlægrar blaðamennsku, yrði látinn viðgangast fyrir dómi. Guð forði okkur frá því.“ Þetta segir Jón Baldvin Hannibalsson um grein Nýs lífs. Hann segir Þóru Tómasdóttur, ritstjóra blaðsins, hafa brotið allar helstu grundvallarreglur, sem gilda um heiðarlega og vandaða blaðamennsku.

Jón Baldvin skrifar varnarræðu á vefsvæði sitt. „[H]ingað til hefur sagan verið sögð algerlega einhliða, á forsendum hópsins, sem að ákærunni stendur. Blaðamennska Þóru Tómasdóttur í þessu máli er að vísu svo óvönduð og óheiðarleg, að jafnvel mér blöskrar, og er ég þó ýmsu vanur. [...] Almenningsálitið verður hvorki betra né verra en þær upplýsingar, sem matreiddar eru ofan í almenning. Niðurstaða flestra verður þá í samræmi við það – og lái þeim hver sem vill.“

Í grein sinni rekur Jón Baldvin það sem rétt er í greininni og hvað rangt. Hann fangar svo kjarna málsins. „Um hvað snýst þá málið? Það snýst um bréfaskriftir lífsreynds manns til unglingsstúlku.“ Þá segist Jón hafa gert allt sem í hans valdi stendur til að bæta fyrir bréfaskriftir sínar. „Ég hef játað mitt brot. En ég hef líka beðist fyrirgefningar og leitað hjálpar til að koma á sáttaumleitunum. Í áratug hefur þeirri viðleitni minni verið mætt með ískaldri þögn, ósönnum söguburði, illmælgi á bak, hatri og hefnigirni. Því miður er það svo, að það er hatur og hefnigirni, sem að baki býr.

Fyrst er leitað til lögreglu og saksóknara og reynt að fá óvininn dæmdan. Þegar það tekst ekki er ágreiningsmálum vísað til dómstóls fjölmiðla og almenningsálits. Það telst sætur sigur, ef það tekst að ræna óvininn mannorðinu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert