Ekkert rætt um vandamál bankanna

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsærisráðherra, og Andri Árnason, verjandi hans.
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsærisráðherra, og Andri Árnason, verjandi hans. mbl.is/Hjörtur

Saksóknari Alþingis sagði fyrir Landsdómi í dag að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi átt sem æðsta vald í landinu að beita sér fyrir því meðal annars að Icesave-innistæðurnar í Bretlandi yrðu fluttar í dótturfélag. Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari, sagði ennfremur ljóst að Landsbanki Íslands hafi ekki haft mikinn áhuga á því.

Þá sagði Sigríður að Geir hafi sem forsætisráðherra borið skylda til þess að ræða á ráðherrafundum um mikilvæg stjórnarmálefni samkvæmt lögum og að málin yrðu ekki mikið stærri en málefni bankanna í aðdraganda bankahrunsins. Sagði hún ljóst að minni möguleikar hafi verið á því að bregðast við málum ef þau eru ekki rædd.

Þá lagði hún áherslu á að fleiri hafi verið í ríkisstjórninni en Geir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar. Í það minnsta hefði átt að hafa Björgvin G. Sigurðsson, sem var viðskiptaráðherra í ríkisstjórn Geirs, með í  ráðum. Geir hafi sem forsætisráðherra borið að sjá til þess að Björgvin væri upplýstur um stöðu mála og a.m.k. til jafns við aðra.

Sagði Sigríður að það hafi einfaldlega ekkert verið rætt um þau vandamál sem voru aðsteðjandi í bankakerfinu á ríkisstjórnarfundum og vísaði þar til fundargerða í þeim efnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert