Fékk verðlaun fyrir umhverfisvitund

Frá afhendingu verðlaunanna.
Frá afhendingu verðlaunanna. Ljósmynd/Davíð Fjölnir Ármannsson

Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands hlaut umhverfisverðlaun Grænna daga, Plöntuna, sem afhent voru í fyrsta sinn í dag. Verðlaunin eru veitt deild, einstaklingi eða hóp sem þykir hafa komið umhverfismálum á framfæri innan skólans.

Í fréttatilkynningu segir að sviðið hafi verið leiðandi innan skólans í sorpflokkun og verið drifkrafturinn að baki því að flokkunarbarir eru nú í öllum byggingum HÍ. Innan sviðsins starfar umhverfisnefnd sem mótað hefur sjálfbærnistefnu sviðsins. Nemendafélög á standa fyrir keppninni „Hjólað í skólann“ sem hefst eftir rúma viku á milli nemendafélaga í HÍ . Þá vinnur Verkfræði- og náttúruvísindasvið að því að hljóta Grænfánann, fyrst íslenskra háskólasviða.

Plantan er veitt einstaklingi, hóp, sviði eða stofnun innan Háskóla Íslands sem hefur starfað að umhverfismálum. Horft er til frumleika, frumkvæðis og árangurs starfsins þegar verðlaunahafinn er valinn. Þá hlýtur öll frumkvöðlastarfsemi í þessum málaflokki sérstaka athygli.

Það er GAIA, félag meistaranema í umhverfis- og auðlindafræðum, sem stendur fyrir Grænum dögum í HÍ og veitir verðlaunin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert