Deiluskipulaginu breytt

Horft yfir svæðið þar sem ætlunin er að nýr Landspítali …
Horft yfir svæðið þar sem ætlunin er að nýr Landspítali rísi.

Samkomulag um lóðir og skipulagsmál í tengslum við framtíðaruppbyggingu Landspítala Háskólasjúkrahúss og Háskóla Íslands norðan Hringbrautar var undirritað í hádeginu.

Jón Gnarr borgarstjóri, Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra rituðu undir samkomulagið um lóðir og skipulagsmál í tengslum við framtíðaruppbyggingu Landspítala Háskólasjúkrahúss (LSH) og Háskóla Íslands (HÍ) norðan Hringbrautar.

Í fyrirliggjandi tillögum að deiliskipulagi svæðisins er gert ráð fyrir að því byggingarmagni sem áður hafði verið gert ráð fyrir á A-, B-, C- og U-reitum verði nú komið fyrir á A- og B-reit, samkvæmt tilkynningu.

Samningar ríkisins og Reykjavíkurborgar um lóðamál LSH og byggingarrétt fyrir spítalann og HÍ teygja sig allt aftur til ársins 1969. Þeim var síðast breytt árið 2006.

„Fulltrúar framkvæmda- og eignasviðs og skipulags- og byggingarsviðs hafa unnið að endurskoðun samninga Reykjavíkurborgar og ríkisins með það að markmiði að endurheimta byggingarétt á C- og U-reit auk þess sem áhersla hefur verið lögð á að Reykjavíkurborg fái í sinn hlut byggingarrétt að randbyggð við Hringbraut, neðan sjúkrahússlóðarinnar.

Um er að ræða verðmætt byggingarland í hjarta Reykjavíkur. Í hlut ríkisins kemur aukið byggingarmagn á A- og B-reit skv. núverandi tillögu að deiliskipulagi svæðisins. Jafnframt komast aðilar að samkomulagi um endurskoðun deiliskipulags á norðurhluta svæðisins, þ.e. núverandi athafnasvæði Landspítalans. Samkomulagið er háð endanlegu samþykki og gildistöku deiliskipulags á svæðinu,“ segir í fréttatilkynningu.

Jón Gnarr, borgarstjóri, Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra og Guðbjartur Hannesson, …
Jón Gnarr, borgarstjóri, Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra og Guðbjartur Hannesson, velferðarráðsherra undirrituðu í dag samkomulag um lóðir og skipulagsmál í tengslum við framtíðaruppbyggingu Landspítala Háskólasjúkrahúss (LSH) og Háskóla Íslands (HÍ) mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert