23% færri hegningarlagabrot

mbl.is/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Þegar bornir eru saman fyrstu tveir mánuðir áranna 2011 og 2012 má sjá að fjölgun hefur orðið í öllum helstu brotaflokkum að undanskildum brotum er falla undir eignaspjöll en þeim fækkaði lítillega eða um tæp 2%. Mest fjölgaði fíkniefnabrotum eða um tæp 56% og hraðakstursbrotum um 41%.

Fækkun er í flestum brotaflokkum milli áranna 2010 og 2012 nema fíkniefnabrotum og brotum í flokknum „ölvun við akstur“. Þetta kemur fram í heftinu Afbrotatíðni Ríkislögreglustjóra. Um bráðabirgðatölur er að ræða.

 Í fyrra voru flest innbrot gerð í fyrirtæki stofnanir og verslanir eða 32% af öllum innbrotum. Næstflest voru á heimili/einkalóð eða 31%. Fæst innbrot áttu sér stað á akbraut/bifreiðastæði eða 16%. 

Skráð hegningarlagabrot í febrúar 2012 voru 711. Samanburður á fjölda brota í febrúar 2012 við sama mánuð árið 2011 sýnir að þeim hefur fækkað um 23%. Alls voru 1.759 hegningarlagabrot skráð fyrstu tvo mánuði ársins. Að meðaltali hafa þau verið um 29 brot á dag það sem af er árinu 2012.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert