Óánægðir kaþólikkar skrifa biskupi

Tálknafjörður.
Tálknafjörður. www.mats.is

Ríflega hundrað kaþólskir einstaklingar á sunnanverðum Vestfjörðum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er yfir óánægju með afskiptaleysi kaþólsku kirkjunnar hér á landi. Undirskriftir þessa efnis voru sendar í dag til kaþólska biskupsins yfir Íslandi en um 98% kaþólikka á sunnanverðum Vestfjörðum rituðu nafn sitt þar undir. Frá þessu segir á vef Bæjarins besta.

„Okkur undirrituðum hér á suðursvæði Vestfjarða, þ.e. í Tálknafjarðarhreppi og Vesturbyggð, sem játum kaþólska trú, finnst eins og við höfum gleymst af hálfu kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, þar sem ekki hafa verið haldnar messur hér lengi,“ segir í bréfi til biskupsins.

„Í nýútkomnu „Kaþólska kirkjublaði“, fyrir mars og apríl, er hvergi getið um messur á Bíldudal, Tálknafirði eða á Patreksfirði. Við erum órétti beitt og teljum okkur eiga sama rétt og íbúar annars staðar á landinu. Við krefjumst þess að kaþólskar messur verði haldnar a.m.k. tvisvar sinnum í mánuði hér á svæðinu og það verði jafnframt skoðað í fullri alvöru að byggð verði kaþólsk kirkja á Patreksfirði,“ segir í bréfinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert