Borgarverðir taka til starfa

Borgarverðir aðstoða fólk sem á í erfiðleikum.
Borgarverðir aðstoða fólk sem á í erfiðleikum. mbl.is/Ómar

Borgarverðir taka brátt til starfa en um er að ræða færanlegt vettvangsteymi sérfræðinga sem mun þjónusta utangarðsfólk í Reykjavík.

Í Morgunblaðinu í dag segir, að þeim sé ætlað að aðstoða fólk sem á í erfiðleikum vegna vímuefnafíknar og/eða geðsjúkdóma og lendir í aðstæðum á almannafæri sem það ræður ekki við eða veldur öðrum ónæði, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Borgarverðir munu aðstoða viðkomandi við að komast í viðeigandi skjól eða kalla eftir annarri aðstoð eftir þörfum. Þá munu þeir sinna forvarnar- og leitarstarfi til að koma í veg fyrir að þessir einstaklingar lendi í erfiðleikum með sjálfa sig eða valdi ónæði á almannafæri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert