Gunnari bregst ekki bardagalistin

Fáir vita að Gunnar Nelson bardagakappi keppti í skák á ...
Fáir vita að Gunnar Nelson bardagakappi keppti í skák á sínum yngri árum. mbl.is

Það er óhætt að segja að Gunnar Nelson sé fræknasti bardagakappi Íslendinga um þessar mundir. Þetta 23 ára hörkutól fæddist á Akureyri en flutti snemma til Reykjavíkur og ólst þar upp. Foreldrar Gunnars eru þau Guðrún Hulda Gunnarsdóttir Nelson og  Haraldur Dean Nelson.

Gunnar keppir bæði í blönduðum bardagalistum (MMA) og uppgjafarglímu. Hann hefur þó lagt stund á fleiri íþróttir. „Ég keppti í fótbolta þegar ég var gutti og keppti líka í skák þegar ég var ennþá minni. Svo byrjaði ég að æfa karate þegar ég var 13 ára og keppti nokkrum sinnum á þeim vettvangi,“ segir Gunnar en hann var Íslandsmeistari unglinga í karate þrjú ár í röð, ásamt því að vera landsliðsmaður í karate frá 15 ára aldri. Hann var valinn efnilegasti karatemaður Íslands 16 ára gamall. Gunnar æfði líka íshokkí um tíma.

Gunnar er nýkominn heim frá Írlandi eftir að hafa unnið sigur á Úkraínumanninum Alexander Butenko í blönduðum bardagaíþróttum (MMA). Á nýafstöðnu uppgjafarglímumóti á Íslandi stóð hann uppi sem sigurvegari í -88 kg. flokki karla og opnum flokki karla. Það er því skammt á milli stórra högga hjá honum en aðspurður segist Gunnar ekki  þurfa að taka sér sérstaka hvíld á milli átaka „Maður getur alveg keppt með svona stuttu millibili, það fer að vísu eftir því hvernig stendur á hjá manni, en það er allt í lagi að taka þátt í svona móti nokkrum vikum eftir bardaga,“ segir Gunnar.

Undirbúningur fyrir mót er ekki flókinn að sögn Gunnars „Ég æfi bara niðri í Mjölni eins og alltaf, ég breyti ekki mikið þótt mót sé á næsta leiti.“ Aðspurður hvort hann sé á sérstöku mataræði segir hann svo ekki vera „Ég borða bara hollan mat sem er nálægt náttúrunni, ekki of mikið og ekki of lítið.“ Hann segist af og til borða nammi „en ég reyni að hafa það í lágmarki.“ Aðspurður hvort hann hafi ekki þolað eitthvert tjón eftir öll átökin segir hann svo ekki vera. „Ég hef verið blessunarlega laus við öll meiðsli.“

Verð í þessu fram á elliárin

Gunnar æfir hjá Mjölni, en félagið hefur verið mjög sigursælt á bardagalistamótum. Á nýafstöðnu uppgjafarglímumóti unnu Mjölnismenn í öllum flokkum nema einum.

Hann byrjaði að æfa þær tegundir bardagaíþrótta sem hann stundar í dag þegar hann var 15 ára gamall. Hann hefur þannig náð þessum mikla árangri á tiltölulega skömmum tíma. Aðpurður hverju megi þakka þennan góða árangur segir hann: „Miklum æfingum og góðum félagsskap. Mér finnst þetta þar að auki mjög gaman og mér líður vel þegar ég æfi og keppi. Ég stefni í að vera í þessu fram á elliárin.“

Gunnar æfir líka í Renzo Gracie-akademíunni í New York undir stjórn Renzo Gracie og Johns Danaher, en hefur einnig æft í Dublin og Manchester. Hann er atvinnumaður í blönduðum bardagaíþróttum og hefur unnið til fjölda verðlauna á stórmótum. Þar má helst nefna gullverðlaun á Pan American 2009 og New York Open 2009 og silfurverðlaun í BJJ árið 2009.

Gunnar Nelson.
Gunnar Nelson.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ofurhetjur á Húsavík

12:43 Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar, Leif Erikson Exploration Awards, verða veitt í þriðja sinn í dag.  Meira »

Sumarhýran var í veskinu

12:29 Ung kona sem var við störf á Íslandi í sumar átti veskið sem heiðarlegur borgari kom með á lögreglustöðina í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Alls voru 3.800 evrur, sem svarar til 490 þúsund króna, í reiðufé í veskinu. Meira »

Eldri borgarar til bjargar RIFF

12:02 Auglýst var eftir sjálfboðaliðum til starfa fyrir RIFF á vef Félags eldri borgara. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Sjálfboðaliðarnir segjast hafa sótt um til að prófa eitthvað nýtt og spennandi og hafa nóg að gera. Meira »

Ríkinu gert að greiða fyrir gæsluvaktir

11:58 Íslenska ríkið var í Hæstarétti í vikunni dæmt til að greiða fyrrverandi yfirlækni við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða tæpar 14 milljónir króna fyrir gæsluvaktir sem hann átti rétt á eftir að staða hans var lögð niður á sínum tíma. Í héraðsdómi var íslenska ríkið sýknað af kröfu mannsins. Meira »

Stilla væntanlega upp í S-kjördæmi

11:19 Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, á von á því að flokkurinn muni ekki halda prófkjör í kjördæminu fyrir komandi alþingiskosningar. Meira »

Kosningafundur sjálfstæðismanna í beinni

11:01 Opinn kosningafundur sjálfstæðismanna með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins fór fram á Hilton Reykjavík Nordica fyrir hádegi. Fundurinn var sendur út í beinni útsendingu og hægt var að fylgjast með henni á mbl.is. Meira »

Finnur fyrir stuðningi og meðbyr

08:59 Það lá vel á Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, í Alþingishúsinu í gær. Ekki dró það úr ánægjunni að heyra að VG væri stærsti flokkurinn á þingi. Meira »

Kom hingað til að lifa af

09:33 Majid Zarei vissi ekki að hann væri á Íslandi fyrr en hann sótti um alþjóðlega vernd hér á landi hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Majid var handtekinn á flugvellinum og eyddi tveimur vikum í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Meira »

Gefa tæki fyrir 40 milljónir

08:55 Í nóvember munu Hollvinasamtök SHA afhenda tæki og búnað að andvirði tæplega 40 milljóna króna. „Við höfum verið ansi drjúg en það hittir þannig á fyrir tilviljun að nóvembermánuður verður óvenjustór hjá okkur,“ segir formaður samtakanna. Meira »

Ullserkur setur svip á borgina

08:18 Sveppur hefur verið áberandi í borginni að undanförnu, til dæmis á grænum svæðum og umferðareyjum. Hann heitir ullserkur eða ullblekill, en hefur einnig verið nefndur bleksveppur. Meira »

Um 2.500 fá ekki lífeyrisaukann

07:57 Um 2.500 starfsmenn hjá sveitarfélögum utan Reykjavíkur sem eru félagsmenn í aðildarfélögum ASÍ fá ekki umsamda viðbótargreiðslu við hefðbundið iðgjald í lífeyrissjóð sem ASÍ samdi um á dögunum við ríki og borg vegna starfsmanna þeirra. Meira »

Unnið að því að manna sendinefnd

07:37 Alþingi vinnur nú að því að finna fulltrúa til þess að sitja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Reglan er núna sú að fjórir eða fimm alþingismenn sitja þingið fyrir Íslands hönd. Meira »

Haustlægð kemur í heimsókn

07:07 Haustið er gengið í garð með öllum sínum haustlægðum og í dag kemur ein slík í heimsókn. Hlýskil hennar ganga norður yfir landið og fylgir þeim talsverð eða mikil rigning, mest á Suðausturlandi og Austfjörðum, þó í mun minni mæli fyrir norðan, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Fluttur á slysadeild eftir árekstur

06:49 Einn var fluttur á slysadeild með minni háttar meiðsl eftir árekstur við Kópavogslæk seint í gærkvöldi.   Meira »

Stjórnlaus af sveppaneyslu

06:34 Rétt eftir miðnætti þurfti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að flytja mann, sem var í mjög annarlegu ástandi sökum neyslu sveppa, á slysadeild Landspítalans. Meira »

Fann mikið magn peninga

06:59 Heiðvirður borgari kom á lögreglustöðina í Reykjanesbæ í gærkvöldi með peningaveski sem hann hafði fundið. Í veskinu er mikið magn reiðufjár sem lögreglan vill koma í réttar hendur. Meira »

Lögregla lokaði skemmtistað

06:39 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að loka skemmtistað í Kópavogi í nótt þar sem þar reyndist vera töluverður fjöldi krakka undir aldri á staðnum þegar lögreglan kom þangað í eftirlitsferð um þrjúleytið. Meira »

Íslensku konurnar áfrýja í PIP-málinu

05:30 Flestar þeirra íslensku kvenna sem hlutu greiðslur frá þýska fyrirtækinu TÜV Rheinland, vegna PIP-brjóstapúðamálsins, vilja áfrýja málinu á næsta dómstig. Meira »
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Ný tanktaska á Kawasaki KLR 650
Original taska sem aldrei hefur verið sett á hjól. Verð 10þ Upplýsingar í síma ...
Teikning eftir Mugg til sölu
Til sölu blýants- og tússteikning eftir Mugg, stærð 17,5x22 cm. Úr seríunni Sjöu...
 
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...