Gunnari bregst ekki bardagalistin

Fáir vita að Gunnar Nelson bardagakappi keppti í skák á ...
Fáir vita að Gunnar Nelson bardagakappi keppti í skák á sínum yngri árum. mbl.is

Það er óhætt að segja að Gunnar Nelson sé fræknasti bardagakappi Íslendinga um þessar mundir. Þetta 23 ára hörkutól fæddist á Akureyri en flutti snemma til Reykjavíkur og ólst þar upp. Foreldrar Gunnars eru þau Guðrún Hulda Gunnarsdóttir Nelson og  Haraldur Dean Nelson.

Gunnar keppir bæði í blönduðum bardagalistum (MMA) og uppgjafarglímu. Hann hefur þó lagt stund á fleiri íþróttir. „Ég keppti í fótbolta þegar ég var gutti og keppti líka í skák þegar ég var ennþá minni. Svo byrjaði ég að æfa karate þegar ég var 13 ára og keppti nokkrum sinnum á þeim vettvangi,“ segir Gunnar en hann var Íslandsmeistari unglinga í karate þrjú ár í röð, ásamt því að vera landsliðsmaður í karate frá 15 ára aldri. Hann var valinn efnilegasti karatemaður Íslands 16 ára gamall. Gunnar æfði líka íshokkí um tíma.

Gunnar er nýkominn heim frá Írlandi eftir að hafa unnið sigur á Úkraínumanninum Alexander Butenko í blönduðum bardagaíþróttum (MMA). Á nýafstöðnu uppgjafarglímumóti á Íslandi stóð hann uppi sem sigurvegari í -88 kg. flokki karla og opnum flokki karla. Það er því skammt á milli stórra högga hjá honum en aðspurður segist Gunnar ekki  þurfa að taka sér sérstaka hvíld á milli átaka „Maður getur alveg keppt með svona stuttu millibili, það fer að vísu eftir því hvernig stendur á hjá manni, en það er allt í lagi að taka þátt í svona móti nokkrum vikum eftir bardaga,“ segir Gunnar.

Undirbúningur fyrir mót er ekki flókinn að sögn Gunnars „Ég æfi bara niðri í Mjölni eins og alltaf, ég breyti ekki mikið þótt mót sé á næsta leiti.“ Aðspurður hvort hann sé á sérstöku mataræði segir hann svo ekki vera „Ég borða bara hollan mat sem er nálægt náttúrunni, ekki of mikið og ekki of lítið.“ Hann segist af og til borða nammi „en ég reyni að hafa það í lágmarki.“ Aðspurður hvort hann hafi ekki þolað eitthvert tjón eftir öll átökin segir hann svo ekki vera. „Ég hef verið blessunarlega laus við öll meiðsli.“

Verð í þessu fram á elliárin

Gunnar æfir hjá Mjölni, en félagið hefur verið mjög sigursælt á bardagalistamótum. Á nýafstöðnu uppgjafarglímumóti unnu Mjölnismenn í öllum flokkum nema einum.

Hann byrjaði að æfa þær tegundir bardagaíþrótta sem hann stundar í dag þegar hann var 15 ára gamall. Hann hefur þannig náð þessum mikla árangri á tiltölulega skömmum tíma. Aðpurður hverju megi þakka þennan góða árangur segir hann: „Miklum æfingum og góðum félagsskap. Mér finnst þetta þar að auki mjög gaman og mér líður vel þegar ég æfi og keppi. Ég stefni í að vera í þessu fram á elliárin.“

Gunnar æfir líka í Renzo Gracie-akademíunni í New York undir stjórn Renzo Gracie og Johns Danaher, en hefur einnig æft í Dublin og Manchester. Hann er atvinnumaður í blönduðum bardagaíþróttum og hefur unnið til fjölda verðlauna á stórmótum. Þar má helst nefna gullverðlaun á Pan American 2009 og New York Open 2009 og silfurverðlaun í BJJ árið 2009.

Gunnar Nelson.
Gunnar Nelson.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Bíða með óþreyju eftir nýrri reglugerð

14:20 Smábátaeigendur eru nú sagðir bíða með óþreyju eftir reglugerð frá sjávarútvegsráðuneytinu um viðbótarheimildir í makríl. Greint er frá þessu á vef Landssambands smábátaeigenda. Meira »

Skálfti að stærð 4 við Fagradalsfjall

14:20 Skjálfti að stærð 4,0 með upp­tök um tvo og hálfan kílómetra aust­an við Fagra­dals­fjall á Reykja­nesskaga varð kl. 13.55. Rétt fyrir hádegi, klukkan 11.40, mældist annar jarðskjálfti að stærð 3,9. Meira »

Skipstjóri fær frest til að kynna sér gögn

13:38 Búið er að fresta máli skipstjóra sem ákærður er fyrir að hafa framið almannahættubrot og stórfelld eignaspjöll með því að hafa togað með toghlerum og rækjutrolli þvert yfir rafstreng í Arnarfirði á Vestfjörðum. Málið verður næst tekið fyrir 6. september. Meira »

„Þarna fann ég að ég er ekki ein“

13:10 Áslaug Ýr Hjartardóttir, sem fyrr í sumar stefndi íslenska ríkinu vegna synjunar á endurgjaldslausri túlkaþjónustu fyrir ferð hennar til Svíþjóðar í sumarbúðir fyrir daufblind ungmenni á Norðurlöndunum, er nú komin heim eftir dvölina. Meira »

Greiða milljarð innan tíu daga

13:08 „Þetta er rúmlega 200 blaðsíðna dómur. Við verðum að fá tíma til að lesa hann yfir og fara yfir hann. Áður verður ekkert hægt að segja,“ segir Kristleifur Andrésson, upplýsingafulltrúi United Silicon, kísilversins í Helguvík. Meira »

Makrílvertíðarstemning í Neskaupstað

13:05 Líf og fjör er nú í höfn Neskaupstaðar þar sem veiðiskipin skiptast á að koma og fara, á meðan flutningaskip lesta afurðirnar. Makrílvertíðarstemning er í bænum. Meira »

Skjálfti að stærð 3,9 fannst víða

12:10 Skjálfti af stærð 3,9, með upptök um þrjá km austan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga, varð kl. 11:40. Skjálftinn fannst víða á höfuðborgarsvæðinu og á Keflavíkurflugvelli. Meira »

Minigolfvöllur vígður í Guðmundarlundi

13:00 Nýr minigolfvöllur var tekinn í notkun í Guðmundarlundi í Kópavogi á sumarhátíð eldri borgara í gær. Hugmyndaríkur Kópavogsbúi benti á að tilvalið væri að setja upp minigolfvöll í lundinum og samþykkti bæjarstjórn Kópavogs tillöguna. Meira »

Rafmagnslausir með brotið mastur

11:53 Óljóst er hvert framhaldið verður með bandarísku skútuna sem lenti í vandræðum suðvestur af landinu í nótt. Landhelgisgæslan segir að það fari eftir ástandi hennar, en mastrið hafði brotnað og rafmagnslaust var um borð. Þrír voru um borð í skútunni sem sluppu allir ómeiddir. Meira »

Ferðir Herjólfs felldar niður

11:31 Ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum, sem áætluð var klukkan 11, hefur verið felld niður vegna ölduhæðar og sjávarstöðu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sæferðum. Meira »

Klára síðasta kaflann í dag

11:29 „Þetta er nú bara held ég alveg að verða búið. Þetta er síðasti kaflinn á Suðurlandsvegi í bili við klárum í dag,“ segir Gunnar Örn Erlingsson hjá malbikunarstöðinni Hlaðbær Coals hf. sem annast malbikunarframkvæmdir á Suðurlandsvegi. Meira »

Skjálfta­hrina við Fagradalsfjall

11:24 Skjálfta­hrina mæld­ist norðaustan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga, um fjóra kílómetra suðvestan af Keili, í morgun. Síðan þá hafa mælst 40 skjálftar, af stærðinni 1,0 og 2,0. Hrinan er enn í gangi að sögn vakthafandi jarðskjálftafræðings. Meira »

Skútan er fundin

10:54 Bandaríska skútan sem óttast var að hefði lent í vandræðum er fundin og allir þrír í áhöfninni eru um borð. Ekkert amar að þeim. Flugvél Isavia fann skútuna rétt fyrir klukkan ellefu í dag. Meira »

Veita styrki fyrir tvær milljónir króna

10:05 Fjórir nemendur við Fisktækniskóla Íslands í Grindavík munu fá samtals tvær milljónir króna frá IceFish-námssjóði Íslensku sjávarútvegssýningarinnar, sem fram fer dagana 13.-15. september. Meira »

Spennandi tímar fram undan á fatasölumarkaði

09:56 Verslunin Zara í Smáralind lokar tímabundið um mánaðamótin vegna endurnýjunar á verslunarrýminu. Ný og endurbætt verslun opnar aftur í október. Rekstrarstjóri Zöru segir að spennandi tímar séu fram undan í fatasölumarkaði. Meira »

Sjálfvirku hliðin flýta mikið fyrir

10:44 Ný sjálfvirk landamærahlið sem tekin voru í notkun um miðjan síðasta mánuð á Keflavíkurflugvelli hafa gefið mjög góða raun. Komu- og brottfararfarþegar á leið til og frá ríkjum utan Schengen-svæðisins þurfa að fara í gegnum vegabréfaeftirlit og býðst ríkisborgurum Evrópusambandsins og EES-ríkja eldri en 18 ára að skanna vegabréfið handvirkt við sjálfvirku hliðin. Meira »

Mengun í Mosfellsbæ sé næstum daglegt brauð

10:00 Bæjarfulltrúi Íbúarhreyfingarinnar í Mosfellsbæ, segir mengunina í Mosfellsbæ vera gamlar fréttir fyrir hverfisbúa. Mengunarmál séu næstum daglegt brauð og aðgerðarleysi bæjarins vera söguna endalausu. Meira »

Ekki skilja hundana eftir úti í bíl

09:19 Hundaeigendum er bent á að skilja hunda ekki eftir í bílum þegar heitt er í veðri. Hitastig í bílum sem sólin skín á getur mjög fljótt farið upp fyrir 25°C, jafnvel þótt gluggar séu opnir. Hundar þola hita afar illa og geta fengið hitaslag eða drepist á skömmum tíma. Meira »
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Nudd Down Town Reykjavik, S. 6959434, Alima...
Rúmnuddari á 7800 kr. Andlitspúði sem fer undir rúmdýnur , vatns og olíuheldur
Rúmnuddari Andlitspúði sem fer undir rúmdýnur , vatns og olíuheldur kr 7800. ...
Girðingarnet
Eigum til gott og ódýrt 6 strengja girðingarnet. Tilvalið fyrir sumahúsið. ww...
 
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...