Gunnari bregst ekki bardagalistin

Fáir vita að Gunnar Nelson bardagakappi keppti í skák á ...
Fáir vita að Gunnar Nelson bardagakappi keppti í skák á sínum yngri árum. mbl.is

Það er óhætt að segja að Gunnar Nelson sé fræknasti bardagakappi Íslendinga um þessar mundir. Þetta 23 ára hörkutól fæddist á Akureyri en flutti snemma til Reykjavíkur og ólst þar upp. Foreldrar Gunnars eru þau Guðrún Hulda Gunnarsdóttir Nelson og  Haraldur Dean Nelson.

Gunnar keppir bæði í blönduðum bardagalistum (MMA) og uppgjafarglímu. Hann hefur þó lagt stund á fleiri íþróttir. „Ég keppti í fótbolta þegar ég var gutti og keppti líka í skák þegar ég var ennþá minni. Svo byrjaði ég að æfa karate þegar ég var 13 ára og keppti nokkrum sinnum á þeim vettvangi,“ segir Gunnar en hann var Íslandsmeistari unglinga í karate þrjú ár í röð, ásamt því að vera landsliðsmaður í karate frá 15 ára aldri. Hann var valinn efnilegasti karatemaður Íslands 16 ára gamall. Gunnar æfði líka íshokkí um tíma.

Gunnar er nýkominn heim frá Írlandi eftir að hafa unnið sigur á Úkraínumanninum Alexander Butenko í blönduðum bardagaíþróttum (MMA). Á nýafstöðnu uppgjafarglímumóti á Íslandi stóð hann uppi sem sigurvegari í -88 kg. flokki karla og opnum flokki karla. Það er því skammt á milli stórra högga hjá honum en aðspurður segist Gunnar ekki  þurfa að taka sér sérstaka hvíld á milli átaka „Maður getur alveg keppt með svona stuttu millibili, það fer að vísu eftir því hvernig stendur á hjá manni, en það er allt í lagi að taka þátt í svona móti nokkrum vikum eftir bardaga,“ segir Gunnar.

Undirbúningur fyrir mót er ekki flókinn að sögn Gunnars „Ég æfi bara niðri í Mjölni eins og alltaf, ég breyti ekki mikið þótt mót sé á næsta leiti.“ Aðspurður hvort hann sé á sérstöku mataræði segir hann svo ekki vera „Ég borða bara hollan mat sem er nálægt náttúrunni, ekki of mikið og ekki of lítið.“ Hann segist af og til borða nammi „en ég reyni að hafa það í lágmarki.“ Aðspurður hvort hann hafi ekki þolað eitthvert tjón eftir öll átökin segir hann svo ekki vera. „Ég hef verið blessunarlega laus við öll meiðsli.“

Verð í þessu fram á elliárin

Gunnar æfir hjá Mjölni, en félagið hefur verið mjög sigursælt á bardagalistamótum. Á nýafstöðnu uppgjafarglímumóti unnu Mjölnismenn í öllum flokkum nema einum.

Hann byrjaði að æfa þær tegundir bardagaíþrótta sem hann stundar í dag þegar hann var 15 ára gamall. Hann hefur þannig náð þessum mikla árangri á tiltölulega skömmum tíma. Aðpurður hverju megi þakka þennan góða árangur segir hann: „Miklum æfingum og góðum félagsskap. Mér finnst þetta þar að auki mjög gaman og mér líður vel þegar ég æfi og keppi. Ég stefni í að vera í þessu fram á elliárin.“

Gunnar æfir líka í Renzo Gracie-akademíunni í New York undir stjórn Renzo Gracie og Johns Danaher, en hefur einnig æft í Dublin og Manchester. Hann er atvinnumaður í blönduðum bardagaíþróttum og hefur unnið til fjölda verðlauna á stórmótum. Þar má helst nefna gullverðlaun á Pan American 2009 og New York Open 2009 og silfurverðlaun í BJJ árið 2009.

Gunnar Nelson.
Gunnar Nelson.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Grátandi í flóttamannabúðum í Þýskalandi

17:54 Hjón­in Nasr Mohammed Rahim og Sobo Answ­ar Has­an og 18 mánaða sonur þeirra Leo, sem voru flutt á brott af Íslandi í lok síðasta mánaða dvelja nú í flóttamannabúðum í Þýskalandi þar sem að fjölskyldunni er ekki frjálst að fara eða koma nema með leyfi yfirvalda, þar sem enga síma má hafa og enga nettengingu er að finna. Meira »

Ákvörðun um tilfærslu var tímabundin

17:44 Ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, að flytja Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar, til í starfi tímabundið getur ekki fallist undir að vera stjórnvaldsákvörðun þar sem hún var tímabundin og fól ekki í sér skerðingu á launakjörum eða réttindum. Meira »

Vantar starfsfólk á þriðjung leikskóla

17:10 Í byrjun desember voru 40 af 62 leikskólum í Reykjavík fullmannaðir, en í 22 leikskóla vantar samanlagt rúmlega 30 starfsmenn, í flestum tilfellum í hálfa stöðu. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar, en upplýsingarnar eru fengnar frá stjórnendum í skóla og frístundastarfi borgarinnar. Meira »

Svandís styður átak kvenna í læknastétt

16:49 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra styður aðgerðir kvenna í læknastétt til að uppræta kynbundið áreiti, ofbeldi og mismunun í starfi. Í fréttatilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að ráðherra hvetji konur og karla í heilbrigðisstéttum til að taka höndum saman og uppræta vandan. Meira »

Ríkið sýknað í máli Aldísar

15:43 Íslenska ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kæru Aldísar Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fór hún fram á ógildingu á tilfærslu í starfi og bóta vegna þess og eineltis sem hún taldi sig hafa orðið fyrir af hálfu lögreglustjóra. Meira »

Ísland valið fegursti tökustaðurinn

15:12 Ísland var valið fegursti tökustaðurinn á alþjóðlegu verðlaunahátíðinni International Film Business Awards í byrjun desember. Verðlaunaafhendingin fór fram í tengslum við Indywood Film Carnival sem er ein stærsta sölu- og kynningarhátíð kvikmyndageirans og haldin er á Indlandi. Meira »

Lög á deiluna koma ekki til greina

14:45 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, segir það ekki koma til greina að setja lög á boðað verkfall flugvirkja sem starfa hjá Icelandair. Meira »

Anna María er varaformaður KÍ

14:47 Anna María Gunnarsdóttir er nýr varaformaður Kennarasambands Íslands. Hún hlaut 1.653 atkvæði eða 52,86% greiddra atkvæða. Fjórir félagsmenn KÍ buðu sig fram í embættið. Meira »

Óvenjumörg stjörnuhröp sýnileg í kvöld

14:20 Loft­steina­dríf­an Gem­inít­ar verður í há­marki í kvöld og nótt en það þýðir að fólk gæti séð fleiri stjörnuhröp en alla jafna. Búast má við því að sjá nokkra tugi stjörnuhrapa á klukkustund. Meira »

Óhugnanleg árás í Garðabæ óupplýst

14:17 Ráðist var að 10 ára stúlku sem var á gangi í Garðabæ síðdegis á mánudag. Stúlkan náði að sleppa en talið er að gerandinn sé piltur á aldrinum 17-19 ára. Lögregla rannsakar málið. Meira »

Síbrotamaður áfram í gæsluvarðhaldi

13:43 Karlmaður hefur verið dæmdur í áframhaldandi gæsluvarðhald til 5. janúar vegna ítrekaðra innbrota, þjófnaða, fíkniefnabrota, umferðarlagabrota, fjársvika og eignaspjalla. Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms um varðhaldið, en hann hefur setið í varðhaldi frá 11. nóvember. Meira »

Launakröfur „fullkomlega óraunhæfar“

13:40 „Kröfur flugvirkja eru fullkomlega óraunhæfar,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands vegna Icelandair. Meira »

Fleiri akreinar og akrein fyrir strætó

12:58 Til stendur að gera endurbætur á Hafnarfjarðarvegi þar sem hann liggur fram hjá Garðabæ frá Vífilsstaðavegi að Lyngási samkvæmt nýrri tillögu. Bæta á við beygjuakrein, fjölga almennum akreinum og setja sérstaka strætisvagnaakrein. Þá verða gerð ný undirgöng og hringtorgi bætt við á Vífilsstaðavegi. Meira »

Segja gamla veginn stórhættulegan

11:20 Fasteignaeigendur og íbúar Prýðahverfis hafa skorað á bæjarráð Garðabæjar að hvika hvergi frá samþykktum um lokun gamla Álftanesvegar. Meira »

Veginum sennilega sjaldan eins vel sinnt

10:40 „Það er guðsmildi að ungmennin hafi ekki slasast við þennan útafakstur. Það væri langsótt að ætla að rekja orsök slyssins til vetrarþjónustunnar því sennilega hefur henni sjaldan verið eins vel sinnt og verið hefur það sem af er vetri, þó alltaf megi gera betur.“ Meira »

Stefnuræðan stytt um tvær mínútur

12:11 Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana á Alþingi annað kvöld verða styttri en verið hefur vegna þess að þingflokkarnir eru orðnir átta talsins. Meira »

Vilja rafræna fylgiseðla lyfja

10:55 Lyfjastofnun Evrópu er með til skoðunar hvernig nota megi rafrænar leiðir til að miðla upplýsingum um lyf til sjúklinga á öruggan hátt. Á norrænum vettvangi er rætt um að Norðurlandaþjóðirnar sækist sameiginlega eftir því að fá reglum Evrópusambandsins breytt þannig að heimilt verði að selja lyf með rafrænum fylgiseðlum. Meira »

Giljagaur verslar á netinu

10:35 Jólasveinninn Giljagaur hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að hann hyggist ekki fara að tillögum jólagjafaráðs um hvað hann eigi að gefa í skóinn. Hann er þar með annar íslenski jólasveinninn sem tekur afstöðu gegn jólasveinaráði. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Styttur eftir Miðdal til sölu
Til sölu styttur eftir Guðmund frá Miðdal, Sólskríkjur Maríuerlur. Músarri...
Egat Diva Snyrti-/nuddbekkur rafmagns fyrir Snyrti,Fótaðgerða,Nuddara
Egat Diva Rafmagns snyrti-/nuddbekkur, svartir og beige á litinn.100% visa raðgr...
Glæsilegur lampi og skápur úr Tekki
Til sölu ca 60ára gamall lampi/skápur.Lítur mjög vel út. verð kr 38.000 uppl 8...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Matsveinn
Sjávarútvegur
Matsveinn Vísir hf óskar eftir...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...