Drekkt í upplýsingum

Pétur H. Blöndal, alþingismaður.
Pétur H. Blöndal, alþingismaður. mbl.is

Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir frá því á Facebook-síðu sinni í dag að hann hafi þann 15. janúar síðastliðinn beðið stóru bankana þrjár um upplýsingar um það hver staðan hefði verið í byrjun hvers árs frá 2006 eftir skatt ef 100 þúsund krónur hefðu verið lagðar inn á ýmsa innlánsreikninga 1. janúar 2005.

„Ég fékk slíka súpu af upplýsingum (jafnvel daglega stöðu) að ég er enn að vinna úr því. Þegar ég var í bankaráði Íslandsbanka (gamla) þá var notuð sama aðferð,“ segir Pétur og bætir því við að bankaráðsfólki hafi þá verið „drekkt í upplýsingum“.

„En ég gefst ekki upp. Ætla að birta þetta fljótlega,“ segir Pétur að lokum.

Facebook-síða Péturs H. Blöndals

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert