Stjórnarskráin er okkar allra

Árni Páll Árnason.
Árni Páll Árnason.

„Við verðum sem þjóð að hafa stjórnarskrá sem er stjórnarskrá okkar allra og hún getur ekki verið stjórnarskrá meirihluta gegn minnihluta,“ sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkinarinnar, í þættinum Silfri Egils í gær í umræðum meðal þingmanna um stjórnarskrá Íslands.

Árni Páll sagði að stjórnarskráin væri „sáttmáli okkar allra, ekki bara sumra og mikilvægt að okkur takist að skapa sem mesta sátt um hana“.

Hann sagðist hafa áhyggjur af þeirri heift sem einkenndi orðræðuna um stjórnarskrána og hversu hatrammar fylkingar væru orðnar.

„Almennt séð er það auðvitað ekki gott að blanda mörgum þáttum saman þegar verið er að leita álits í þjóðaratkvæaðgreiðslum,“ sagði Árni Páll og leitaði eftir víðtækri sátt um hvaða spurningar yrðu lagðar fram.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert