Heimaseta sama og samþykki

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar.
Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ótrúlega einbeittur vilji Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í að koma í veg fyrir að almenningur láti í ljós álit sitt á nýrri stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslu. Málþóf þeirra sýnir hversu raunveruleg fyrirlitning þeirra á lýðræði og almannavaldi er. Þessu megum við aldrei gleyma. Við munum fá nýja stjórnarskrá,“ segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, á Facebook-síðu sinni í kvöld.

Þór segir síðan í svari við athugasemd að einungis um þriðjungur kjósenda hefði tekið þátt í kosningum til stjórnlagaþings sem aftur bendi ekki til mikils áhuga þjóðarinnar á nýrri stjórnarskrá, að um 84 þúsund manns hafi kosið stjórnlagaráðið. „Það er nú bara allgott og hinir sem nenntu ekki að vera með lýstu sig samþykka niðurstöðunni með því að sitja heima.“

Þess má geta að Þór tók sjálfur ekki þátt í umræðum um þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæði um tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá en varamaður hefur setið á þingi fyrir hann frá því á þriðjudag þegar fyrsta umræða fór fram um málið en önnur umræða stóð yfir í dag. Þá hafa varamenn einnig setið á þingi frá því í gær fyrir hina tvo þingmenn Hreyfingarinnar.

Facebook-síða Þórs Saari

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert