Gæti tafið ESB-viðræðurnar

Árni Þór Sigurðsson.
Árni Þór Sigurðsson. Ómar Óskarsson

Makríldeilan gæti sett strik í reikning aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins, að mati Árna Þórs Sigurðssonar, formanns utanríkismálanefndar. Árni Þór hafnar því að Tómasi H. Heiðari hafi verið vikið úr makrílnefnd vegna einarðrar afstöðu með hagsmunum Íslands. Menn „fabúleri“ sem segi það.

Árni Þór fór fyrir fjórða fundi sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og Evrópusambandsins í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík í fyrradag og lýsir þeim umræðum sem þar fóru fram svo:

Skiptar skoðanir um viðræðurnar

„Það var rætt almennt um stöðu aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins. Það var farið yfir málið og voru skiptar skoðanir um það. Síðan var rætt um ályktun Evrópuþingsins um stöðu aðildarviðræðna og framvinduskýrsluna sem varð að nokkru umtalsefni hér í fjölmiðlum og á þingi. Svo ræddum við sérstaklega sjávarútvegsmál og auðvitað stöðuna gagnvart þeim flokki í aðildarviðræðunum og líka um makrílmálið," segir Árni Þór sem mætti á fundinn ásamt Steingrími J. Sigfússyni sjávarútvegsráðherra og formanni VG.

„Sjávarútvegsráðherra mætti á fundinn og gerði grein fyrir þeim sjónarmiðum sem Ísland hefur haldið fram gagnvart viðræðunum við hinar strandveiðiþjóðirnar um breytt mynstur makrílsins og hvernig hann hefur gengið á undanförnum árum í íslenska lögsögu. Hann er farinn að ganga hér í talsverðum mæli.

Hann er hér í lögsögunni í all8 marga mánuði. Þyngd hans eykst um 60% þessa þrjá til fimm mánuði sem hann er í íslenskri lögsögu. Svo eru komnar fram vísbendingar um að hann hrygni í íslenskri lögsögu líka. Þannig að við fórum yfir rökin fyrir því að við eigum tiltekna hlutdeild í heildarveiðinni.

Rætt var hvað mönnum hefur farið á milli varðandi hugmyndir eins og Norðmenn og Evrópusambandið hafa verið með, hver hlutdeild Íslendinga og Færeyinga gæti orðið og hvaða sjónarmið við höfum sett á móti og af hverju það er svona langt á milli manna í makrílmálinu."

Fullyrða að málin séu ótengd

- Nú hefur Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra sagt makríldeiluna ekki beinlínis liðka fyrir aðildarviðræðunum?

„Það er svolítið erfitt að segja til um það. Það má segja að af hálfu ESB – og að minnsta kosti þeirra sem standa að aðildarviðræðunum við okkur – að þá hefur þetta verið sagt ótengd mál sem varði tvíhliða samskipti Íslendinga og ESB og að svo blandist inn í þetta ríki eins og Noregur og Færeyjar sem eru auðvitað ekki í neinum viðræðum við ESB um aðild."

Er þetta ekki vanmat á mikilvægi makrílmálsins?

„Þetta er það sem þeir segja sem standa í viðræðunum við okkur, stækkunardeildin og aðrir. En Evrópusambandið er flókið fyrirbæri og það er auðvitað á ýmsum öðrum stöðum innan Evrópusambandsins verið að segja eitthvað annað. Það á við um sjávarútvegsdeildina og það getur átt við einstaka ráðherra í aðildarríkjum Evrópusambandsins eins og við höfum heyrt frá sjávarútvegsráðherrum Írlands og Bretlands.

Þeir tengja þetta óneitanlega saman. Menn skiptast á skoðunum um þetta á sameiginlegum fundi þingmannanefndarinnar sem er auðvitað ekki neinn ákvörðunarvettvangur. Þetta er samráðsvettvangur þingmanna fyrst og fremst og við köllum þarna fyrir ráðherra, fulltrúa framkvæmdastjórnar og ráðherraráðs Evrópusambandsins. Þannig að þessi viðhorf koma þá fram af okkar hálfu og þeir skýra sín viðhorf.

En það má segja að þó hafi staðið upp úr að allir geri sér grein fyrir því að það er ekki hægt að stunda rányrkju á makrílnum ár eftir ár. Það endar þá eins og með kolmunann. Makríllinn hverfur og það tapa allir á því. Að sjálfsögðu gera allir sér grein fyrir því að fyrr eða síðar verður að ná einhverju samkomulagi um sjálfbæra nýtingu á þessum stofni. Spurningin er hversu langan tíma menn hafa til þess og hversu sveigjanlegir menn verða í samningaviðræðum."

Vill yfirsýn fyrir kosningar

- Hvað með hraðann á ESB-viðræðunum? Ögmundur Jónasson hefur lýst því yfir að það þurfi að ljúka viðræðum fyrir kosningar. Össur Skarphéðinsson hefur sagt að það taki lengri tíma. Hvernig finnst sér takturinn vera?

„Við ítrekuðum, bæði Steingrímur og við þingmennirnir, það sem við höfum sagt í alllangan tíma, að við teljum mjög mikilvægt að menn komist í gang með þessa mikilvægu kafla, ekki síst sjávarútvegsmálin. Á móti segir Evrópusambandið að það séu ýmsar ástæður fyrir því að það hefur tafist, bæði vegna þess að undirbúningsvinnan hefur verið tímafrekari og síðan er Evrópusambandið í þessari stöðu að vera að vinna að einhvers konar endurskoðun á sinni sjávarútvegsstefnu.

Þannig að þar á bæ hafa menn ekki vitað í hvaða fót þeir eiga að stíga varðandi það. Hvað mæta þeir með í samningaviðræðurnar við Ísland? Er það gamla sjávarútvegsstefnan sem er við lýði í dag eða eru það einhverjar hugmyndir um breytingar? Þetta eru skýringarnar en það breytir ekki því að óvissan er óheppileg."

Vill ekki setja tímamörk

- Hvaða tímamarka ertu þá að horfa til í aðildarviðræðunum?

„Ég hef ekki viljað setja mér nein sérstök tímamörk í þessu. Mér finnst að málið verði að fá að hafa sinn gang. En við höfum lagt á það mikið kapp að sjávarútvegskaflinn verði opnaður helst á miðju þessu ári. Þá er ég að tala um mánaðamótin júní/júlí, einhvers staðar þar í kring. Það fer eftir tímasetningu á ríkjaráðstefnu sem er líklega seint í júní eða þá strax í haust.

Það er allavega mitt mat að það þurfi að knýja á um að þær viðræður verði að minnsta kosti komnar vel á rekspöl þegar kemur að næstu þingkosningum þannig að menn viti nokkurn veginn hvað er í gangi þar.

Ég vil allavega hafa góða yfirsýn um hvað er verið að tala. Ég er ekkert að segja að það verði að vera búið að ljúka viðræðunum endanlega. En ég tel allavega mikilvægt að menn séu komnir það vel áleiðis í þeim að menn viti nokkurn veginn um hvað er verið að tala, hvar ágreiningurinn liggur og hvaða hugmyndir ESB hefur um Ísland í samhengi við sjávarútvegsmálin.

Það kom fram, að ég held ég geti fullyrt, að það hafi verið almennt sjónarmið að menn telja að það þurfi að taka upp viðræðurnar og sjávarútvegsráðherra gerði grein fyrir því að hann teldi líklegt að það myndi gerast síðsumars eða strax í haust vegna þess að nú eru allir búnir að gefa út kvóta fyrir næsta fiskveiðiár."

ESB gæti sagt nei

- Yrði þetta nógu snemma til að yfirsýnin sem þú nefndir liggi fyrir í kringum næstu þingkosningar?

„Ég lít auðvitað svo á að þetta séu aðskildir hlutir og vil halda því til streitu. En það verður þá bara að koma í ljós hvort ESB segir: „Nei, við opnum ekki kaflann fyrr en búið er að leysa makrílmálið,“ en ég á eftir að sjá sambandið gera það.““

- Þannig að það er ekki útilokað að makríldeilan muni leiða til þess að við sjáum ekki hvar landið liggur áður en gengið verður til næstu þingkosninga?

„Nei. Það er ekki útilokað."

Vísar umræðu á bug

- Nú er umræða um það á hægri vængnum, meðal annars af hálfu Styrmis Gunnarssonar, að Tómasi H. Heiðari hafi verið vikið úr makrílnefnd vegna harðrar afstöðu sinnar með hagsmunum Íslands. Er þetta rétt?

„Það tel ég alls ekki. Ég tel að menn séu eitthvað að fabúlera þarna. Eftir því sem ég best veit þá var í gildi samningur milli sjávarútvegsráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins um að Tómas starfaði tiltekið starfshlutfall fyrir sjávarútvegsráðuneytið, sérstaklega á sviðum þar sem ekki væru til samningar frá því árið áður.

Það hefur átt við um hvalinn og það hefur átt við um makrílinn. Mér skilst að utanríkisráðuneytið hafi byrjað að ræða það við sjávarútvegsráðuneytið strax snemma á síðasta ári að það vildi fá Tómas aftur í fullt starf í utanríkisráðuneytinu.

Það helgast auðvitað af því að hann er eini þjóðréttarfræðingurinn sem er starfandi í utanríkisráðuneytinu sem er auðvitað umhugsunarefni fyrir heila þjóð,“ segir Árni Þór og heldur áfram. 

Þarf að kynna samningana formlega

„Það eru tugir ef ekki hundruð þjóðréttarsamninga sem alltaf eru í gangi með einum eða öðrum hætti og við innleiðum þá ekki þó við séum búin að undirrita þá fyrr en þeir eru birtir formlega.

Það er dálítil vinna við það og það þarf þjóðréttarfræðingurinn að gera og ég held að málið sé þetta að utanríkisráðuneytið hafi talið að það þyrfti að fá hann aftur í fullt starf hjá sér. Það hafi því byrjað að ámálga það við sjávarútvegsráðuneytið strax á fyrri hluta síðasta árs en þá hafi sjávarútvegsráðuneytið ekki talið sig geta misst hann alveg strax og það hafi því dregist.

Svo hafi aftur verið rætt við sjávarútvegsráðuneytið í haust eða byrjun vetrar og þá hafi í raun verið frá því gengið að hann myndi klára þessa makríllotu og síðan færi hann aftur í utanríkisráðuneytið og þetta hafi því í raun legið fyrir hjá fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. Ég tel að það sé verið að reyna að búa til einhverjar kenningar eingöngu til þess að geta hjólað í ESB-málið en það er orðið alveg ótrúlegt ef menn tengja alla skapaða hluti við það orðið," segir Árni Þór Sigurðsson.

mbl.is

Innlent »

Sigríður: Fölsuð skjöl eru lögreglumál

11:30 „Komist menn að því að undirritun hafi verið fölsuð er það auðvitað bara lögreglumál,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Hún ræddi þar reglur og framkvæmd þeirra um uppreista æru. Meira »

Sigríður: „Afskaplega ómaklegt“

11:13 „Ég frábið mér þennan málflutning og ásakanir á hendur mér eða ráðuneytinu um að það hafi verið einhver leyndarhyggja eða þöggun í tengslum við þetta mál,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem núna stendur yfir. Meira »

Dró umsókn um uppreist æru til baka

11:01 Maður sem var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni dró umsókn sína um uppreist æru til baka í morgun.  Meira »

Dýraníð á ný í Hveragerði

10:57 Ungur drengur í Hveragerði gekk fram á tvo dauða ketti í bænum á laugardag. Kettirnir höfðu greinilega hlotið mjög slæma meðferð, en annar kötturinn var til að mynda sundurskorinn. Lögreglunni á Suðurlandi var tilkynnt málið og hefur það nú til rannsóknar. Meira »

Brynjar hættir sem formaður

10:49 Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, hefur verið kjörinn formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.   Meira »

Fagnar „fullnaðarsigri“

10:47 „Ég fagna þessum fullnaðarsigri og þakka öllum þeim sem lögðu okkur lið í þessu mikilvæga máli. Þetta er mjög ánægjuleg niðurstaða fyrir allt og alla,“ segir Skúli Mogensen, for­stjóri WOW air, sem er einn af þeim fimm­tíu einstaklingum sem höfðuðu dómsmál gegn Silicor Mater­ials Inc. Meira »

Guðfinna vill leiða í Reykjavík norður

10:21 Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, ætlar að sækjast eftir fyrsta sætinu á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. Meira »

Ágætur afli, en löng sigling

10:28 Undanfarið hafa íslensku uppsjávarskipin veitt ágætlega af makríl í síldarsmugunni, alþjóðlega hafsvæðinu á milli Íslands og Noregs. Á svipuðum slóðum hafa einnig verið skip frá Hollandi, Rússlandi og fleiri þjóðum. Meira »

Stöðvuðu nær 200 sendingar af melatóníni

10:05 Tollverðir hafa stöðvað 199 sendingar sem innihéldu svefnlyfið melatónín í tollpósti það sem af er þessu ári. Þar af bárust 88 sendingar á tímabilinu júní-ágúst sl. Langflestar sendinganna með melatóníni hafa borist frá netverslunum í Bandaríkjunum. Meira »

Eygló gefur ekki kost á sér

09:26 Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi alþingiskosningum. Meira »

Tvær gefa ekki kost á sér

08:58 Aðeins tveir þingmenn hafa lýst því yfir að þeir gefi ekki kost á sér til endurkjörs í komandi alþingiskosningum. Sjö þingmenn eru ákveðnir eða ekki náðist í þá. Meira »

Sigríður aftur á fund þingnefndar

08:35 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra mætir á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. Á fundinum verður fjallað um reglur um uppreist æru. Í lok ágúst fór hún einnig á fund nefndarinnar þar sem einnig var rætt um uppreist æru. Meira »

Sauðfjárbændur í mikilli óvissu

08:18 „Við erum í fullkominni óvissu um það hvað verði gert og í raun hvort eitthvað verði gert,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, en fall ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar setur lausn á vanda sauðfjárbænda í uppnám. Er það mat Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) og Bændasamtaka Íslands (BÍ). Meira »

Jafnréttisstofa án framkvæmdastjóra

07:37 Jafnréttisstofa hefur verið án framkvæmdastjóra frá því Kristín Ástgeirsdóttir lét af störfum að eigin ósk 31. ágúst. Óvissa ríkir um framhald málsins, en starfið var auglýst laust til umsóknar 24. júní. Meira »

Bílstjórans leitað en farþeginn handtekinn

06:23 Lögreglan var við umferðareftirlit seint í gærkvöldi þegar hún veitti bifreið athygli sem oftar en ekki hefur verið ekið af mönnum sem eru undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Ákveðið var að snúa við og ræða við ökumanninn. Meira »

Hægagangur fram yfir kosningar

07:57 Veruleg hætta er á að stjórnarslitin muni valda drætti á að hægt verði að ganga frá kjarasamningum. Þetta er mat forsvarsmanna launþega. Samningar um þriðjungs opinberra starfsmanna eru lausir á árinu. Meira »

Tryggjum að trampólín takist ekki á loft

07:07 Von er á tveimur haustlægðum til landsins í vikunni en sú fyrri kemur á morgun. Veðurfræðingur hvetur fólk til þess að tryggja að trampólín takist ekki á loft í seinni haustlægðinni sem væntanleg er á laugardag. Meira »

Vísað af slysadeild vegna leiðinda

06:08 Lögreglan hafði ekki önnur úrræði en að vista karlmann í fangaklefa vegna óláta og leiðinda. Maðurinn var í vímu þegar hann var handtekinn um eittleytið í nótt og verður í fangaklefa þangað til af honum rennur. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA -
START/BYRJA: 2/10, 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 28/5, 25/6: 4 weeks/vikur x 5 ...
Píanó til sölu
Yamaha, 25 ára, hvítt, í góðu ásigkomulagi og nýstillt. Stóll úr beyki fylgir. ...
EKTA PARKETLISTAR - GÓLFLISTAR - GEREKTI
Gegnheilir harðviðarlistar, spónl. gerefti. Facebook>Magnus Elias/Mex bygg S. 84...
ÍSSKÁPUR-UPPÞVOTTAVÉL-ÞURRKARI-SKÁPUR-DISKUR
1) BAUKNECHT ÍSSKÁPUR MEÐ FRYSTI, HÆÐ 140 SM, BREIDD 55 SM, DÝPT 60 SM. ÞÝSKT GÆ...
 
Samkoma
Félagsstarf
Kjötsúpa kl. 19 og samkoma kl. 20 í Kr...
Könnun á áformum markaðsaðila
Tilkynningar
Seyðisfjarðarkaupstaður Könnun...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...