Gæti tafið ESB-viðræðurnar

Árni Þór Sigurðsson.
Árni Þór Sigurðsson. Ómar Óskarsson

Makríldeilan gæti sett strik í reikning aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins, að mati Árna Þórs Sigurðssonar, formanns utanríkismálanefndar. Árni Þór hafnar því að Tómasi H. Heiðari hafi verið vikið úr makrílnefnd vegna einarðrar afstöðu með hagsmunum Íslands. Menn „fabúleri“ sem segi það.

Árni Þór fór fyrir fjórða fundi sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og Evrópusambandsins í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík í fyrradag og lýsir þeim umræðum sem þar fóru fram svo:

Skiptar skoðanir um viðræðurnar

„Það var rætt almennt um stöðu aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins. Það var farið yfir málið og voru skiptar skoðanir um það. Síðan var rætt um ályktun Evrópuþingsins um stöðu aðildarviðræðna og framvinduskýrsluna sem varð að nokkru umtalsefni hér í fjölmiðlum og á þingi. Svo ræddum við sérstaklega sjávarútvegsmál og auðvitað stöðuna gagnvart þeim flokki í aðildarviðræðunum og líka um makrílmálið," segir Árni Þór sem mætti á fundinn ásamt Steingrími J. Sigfússyni sjávarútvegsráðherra og formanni VG.

„Sjávarútvegsráðherra mætti á fundinn og gerði grein fyrir þeim sjónarmiðum sem Ísland hefur haldið fram gagnvart viðræðunum við hinar strandveiðiþjóðirnar um breytt mynstur makrílsins og hvernig hann hefur gengið á undanförnum árum í íslenska lögsögu. Hann er farinn að ganga hér í talsverðum mæli.

Hann er hér í lögsögunni í all8 marga mánuði. Þyngd hans eykst um 60% þessa þrjá til fimm mánuði sem hann er í íslenskri lögsögu. Svo eru komnar fram vísbendingar um að hann hrygni í íslenskri lögsögu líka. Þannig að við fórum yfir rökin fyrir því að við eigum tiltekna hlutdeild í heildarveiðinni.

Rætt var hvað mönnum hefur farið á milli varðandi hugmyndir eins og Norðmenn og Evrópusambandið hafa verið með, hver hlutdeild Íslendinga og Færeyinga gæti orðið og hvaða sjónarmið við höfum sett á móti og af hverju það er svona langt á milli manna í makrílmálinu."

Fullyrða að málin séu ótengd

- Nú hefur Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra sagt makríldeiluna ekki beinlínis liðka fyrir aðildarviðræðunum?

„Það er svolítið erfitt að segja til um það. Það má segja að af hálfu ESB – og að minnsta kosti þeirra sem standa að aðildarviðræðunum við okkur – að þá hefur þetta verið sagt ótengd mál sem varði tvíhliða samskipti Íslendinga og ESB og að svo blandist inn í þetta ríki eins og Noregur og Færeyjar sem eru auðvitað ekki í neinum viðræðum við ESB um aðild."

Er þetta ekki vanmat á mikilvægi makrílmálsins?

„Þetta er það sem þeir segja sem standa í viðræðunum við okkur, stækkunardeildin og aðrir. En Evrópusambandið er flókið fyrirbæri og það er auðvitað á ýmsum öðrum stöðum innan Evrópusambandsins verið að segja eitthvað annað. Það á við um sjávarútvegsdeildina og það getur átt við einstaka ráðherra í aðildarríkjum Evrópusambandsins eins og við höfum heyrt frá sjávarútvegsráðherrum Írlands og Bretlands.

Þeir tengja þetta óneitanlega saman. Menn skiptast á skoðunum um þetta á sameiginlegum fundi þingmannanefndarinnar sem er auðvitað ekki neinn ákvörðunarvettvangur. Þetta er samráðsvettvangur þingmanna fyrst og fremst og við köllum þarna fyrir ráðherra, fulltrúa framkvæmdastjórnar og ráðherraráðs Evrópusambandsins. Þannig að þessi viðhorf koma þá fram af okkar hálfu og þeir skýra sín viðhorf.

En það má segja að þó hafi staðið upp úr að allir geri sér grein fyrir því að það er ekki hægt að stunda rányrkju á makrílnum ár eftir ár. Það endar þá eins og með kolmunann. Makríllinn hverfur og það tapa allir á því. Að sjálfsögðu gera allir sér grein fyrir því að fyrr eða síðar verður að ná einhverju samkomulagi um sjálfbæra nýtingu á þessum stofni. Spurningin er hversu langan tíma menn hafa til þess og hversu sveigjanlegir menn verða í samningaviðræðum."

Vill yfirsýn fyrir kosningar

- Hvað með hraðann á ESB-viðræðunum? Ögmundur Jónasson hefur lýst því yfir að það þurfi að ljúka viðræðum fyrir kosningar. Össur Skarphéðinsson hefur sagt að það taki lengri tíma. Hvernig finnst sér takturinn vera?

„Við ítrekuðum, bæði Steingrímur og við þingmennirnir, það sem við höfum sagt í alllangan tíma, að við teljum mjög mikilvægt að menn komist í gang með þessa mikilvægu kafla, ekki síst sjávarútvegsmálin. Á móti segir Evrópusambandið að það séu ýmsar ástæður fyrir því að það hefur tafist, bæði vegna þess að undirbúningsvinnan hefur verið tímafrekari og síðan er Evrópusambandið í þessari stöðu að vera að vinna að einhvers konar endurskoðun á sinni sjávarútvegsstefnu.

Þannig að þar á bæ hafa menn ekki vitað í hvaða fót þeir eiga að stíga varðandi það. Hvað mæta þeir með í samningaviðræðurnar við Ísland? Er það gamla sjávarútvegsstefnan sem er við lýði í dag eða eru það einhverjar hugmyndir um breytingar? Þetta eru skýringarnar en það breytir ekki því að óvissan er óheppileg."

Vill ekki setja tímamörk

- Hvaða tímamarka ertu þá að horfa til í aðildarviðræðunum?

„Ég hef ekki viljað setja mér nein sérstök tímamörk í þessu. Mér finnst að málið verði að fá að hafa sinn gang. En við höfum lagt á það mikið kapp að sjávarútvegskaflinn verði opnaður helst á miðju þessu ári. Þá er ég að tala um mánaðamótin júní/júlí, einhvers staðar þar í kring. Það fer eftir tímasetningu á ríkjaráðstefnu sem er líklega seint í júní eða þá strax í haust.

Það er allavega mitt mat að það þurfi að knýja á um að þær viðræður verði að minnsta kosti komnar vel á rekspöl þegar kemur að næstu þingkosningum þannig að menn viti nokkurn veginn hvað er í gangi þar.

Ég vil allavega hafa góða yfirsýn um hvað er verið að tala. Ég er ekkert að segja að það verði að vera búið að ljúka viðræðunum endanlega. En ég tel allavega mikilvægt að menn séu komnir það vel áleiðis í þeim að menn viti nokkurn veginn um hvað er verið að tala, hvar ágreiningurinn liggur og hvaða hugmyndir ESB hefur um Ísland í samhengi við sjávarútvegsmálin.

Það kom fram, að ég held ég geti fullyrt, að það hafi verið almennt sjónarmið að menn telja að það þurfi að taka upp viðræðurnar og sjávarútvegsráðherra gerði grein fyrir því að hann teldi líklegt að það myndi gerast síðsumars eða strax í haust vegna þess að nú eru allir búnir að gefa út kvóta fyrir næsta fiskveiðiár."

ESB gæti sagt nei

- Yrði þetta nógu snemma til að yfirsýnin sem þú nefndir liggi fyrir í kringum næstu þingkosningar?

„Ég lít auðvitað svo á að þetta séu aðskildir hlutir og vil halda því til streitu. En það verður þá bara að koma í ljós hvort ESB segir: „Nei, við opnum ekki kaflann fyrr en búið er að leysa makrílmálið,“ en ég á eftir að sjá sambandið gera það.““

- Þannig að það er ekki útilokað að makríldeilan muni leiða til þess að við sjáum ekki hvar landið liggur áður en gengið verður til næstu þingkosninga?

„Nei. Það er ekki útilokað."

Vísar umræðu á bug

- Nú er umræða um það á hægri vængnum, meðal annars af hálfu Styrmis Gunnarssonar, að Tómasi H. Heiðari hafi verið vikið úr makrílnefnd vegna harðrar afstöðu sinnar með hagsmunum Íslands. Er þetta rétt?

„Það tel ég alls ekki. Ég tel að menn séu eitthvað að fabúlera þarna. Eftir því sem ég best veit þá var í gildi samningur milli sjávarútvegsráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins um að Tómas starfaði tiltekið starfshlutfall fyrir sjávarútvegsráðuneytið, sérstaklega á sviðum þar sem ekki væru til samningar frá því árið áður.

Það hefur átt við um hvalinn og það hefur átt við um makrílinn. Mér skilst að utanríkisráðuneytið hafi byrjað að ræða það við sjávarútvegsráðuneytið strax snemma á síðasta ári að það vildi fá Tómas aftur í fullt starf í utanríkisráðuneytinu.

Það helgast auðvitað af því að hann er eini þjóðréttarfræðingurinn sem er starfandi í utanríkisráðuneytinu sem er auðvitað umhugsunarefni fyrir heila þjóð,“ segir Árni Þór og heldur áfram. 

Þarf að kynna samningana formlega

„Það eru tugir ef ekki hundruð þjóðréttarsamninga sem alltaf eru í gangi með einum eða öðrum hætti og við innleiðum þá ekki þó við séum búin að undirrita þá fyrr en þeir eru birtir formlega.

Það er dálítil vinna við það og það þarf þjóðréttarfræðingurinn að gera og ég held að málið sé þetta að utanríkisráðuneytið hafi talið að það þyrfti að fá hann aftur í fullt starf hjá sér. Það hafi því byrjað að ámálga það við sjávarútvegsráðuneytið strax á fyrri hluta síðasta árs en þá hafi sjávarútvegsráðuneytið ekki talið sig geta misst hann alveg strax og það hafi því dregist.

Svo hafi aftur verið rætt við sjávarútvegsráðuneytið í haust eða byrjun vetrar og þá hafi í raun verið frá því gengið að hann myndi klára þessa makríllotu og síðan færi hann aftur í utanríkisráðuneytið og þetta hafi því í raun legið fyrir hjá fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. Ég tel að það sé verið að reyna að búa til einhverjar kenningar eingöngu til þess að geta hjólað í ESB-málið en það er orðið alveg ótrúlegt ef menn tengja alla skapaða hluti við það orðið," segir Árni Þór Sigurðsson.

mbl.is

Innlent »

Færri komust í flugið en vildu

22:46 „Þetta er sérstaklega vont þegar það er ófært landleiðina líka,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect. Veður hefur hamlað flugsamgöngum til og frá Ísafirði í vikunni en veðurspár gera áfram ráð fyrir miklu hvassviðri víða um land. Meira »

Skipstjórinn fagnar rannsókninni

22:12 „Ég fagna þessari rannsókn af heilum hug,“ segir Víðir Jónsson, skipstjóri til 20 ára á Kleifabergi. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri útgerðarfélagsins Brims, sagði fyrr í kvöld að hann hygðist á morgun kæra myndband sem birt var í kvöldfréttum RÚV til lögreglu. Meira »

Fagna því að konur rjúfi þögnina

22:07 Ung vinstri græn, Uppreisn, Samband ungra framsóknarmanna, Ungir jafnaðarmenn, Ungir sjálfstæðismenn og Ungir píratar fagna því að konur séu að stíga fram og rjúfa þögnina um kynferðislega áreitni, ofbeldi og valdbeitingu innan stjórnmála. Meira »

Forsendur fyrir stofnun hálendisþjóðgarðs

21:22 „Stofnun miðhálendisþjóðgarðs er fullkomlega gerleg. Það eru allar forsendur fyrir hendi. Það yrðu stórkostlegar framfarir ef Alþingi myndi samþykkja að stofna slíkan þjóðgarð,“ segir Árni Finnsson um miðhálendisþjóðgarð. Meira »

Vitlaust veður næstu tvo sólarhringa

20:48 Vaxandi lægð fyrir austan land ásamt öflugri hæð yfir Grænlandi veldur því að næstu tvo sólarhringa verður nær samfellt hríðarveður með skafrenningi frá Vestfjörðum og austur á land. Meira »

„Ég veit bara að ég er miður mín“

20:40 „Sum segja mig gera lítið úr kynferðisofbeldi með þessari fyrri færslu um sektarkennd vegna kynlífs sem ekki átti að eiga sér stað. Það var alls ekki ætlunin.“ Þetta skrifar þingmaðurinn fyrrverandi Gunnar Hrafn Jónsson á Facebook. Meira »

„Verður kært strax í fyrramálið“

20:09 „Það þarf að rannsaka þetta. Þetta er kolólöglegt,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, í samtali við mbl.is. Hann vill komast til botns í því hvernig myndband, sem tekið var um borð í Kleifabergi, varð til og hver stóð að baki brottkastinu sem í því birtist. Meira »

Vinningsmiði keyptur í Noregi

20:20 Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út í Vík­ingalottó­inu í kvöld en einn hlaut annan vinning. Sá heppni keypti miðann í Noregi en hann hlýtur 381 milljón í sinn hlut. Meira »

Deilt um nokkur lykilatriði

19:57 Aðalmeðferð í máli ákærrvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni fyrir stórfellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar hófst í dag. Mörg atriði eru óumdeild í tengslum við málið, en þó nokkur atriði standa þó út af og var framburður vitna í mörgum lykilatriðum ekki samhljóða. Meira »

Mikill áhugi á jafnréttisþingi

19:26 Jafnréttisþing Garðaskóla var haldið í annað sinn í gær, en þar er nemendum boðið upp á málstofur og smiðjur tengdar jafnréttismálum. Meira »

Vísað af heimili og sætir nálgunarbanni

18:39 Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem fyrr í nóvember dæmdi að maður skyldi sæta brottvísun af heimili og nálgunarbanni í fjórar vikur. Maðurinn má ekki koma nær heimili brotaþola, konu sem hann átti í sambandi við, en 50 metra. Hann má ekki nálgast hana á almannafæri eða setja sig í samband við hana með öðrum hætti. Meira »

Finnst ljótu handritin áhugaverðust

18:27 Hún las Ódysseifskviðu Hómers barn að aldri og heillaðist. Hún veit ekkert skemmtilegra en að gramsa í útkrotuðum handritum sem flestir hafa engan áhuga á, af því þau eru talin vera ljót. Hún les á milli línanna í tilfinningar kennara og/eða nemenda sem birtast í glósum á spássíum miðaldahandrita. Meira »

Jón: „Vildi ekki valda neinum skaða“

18:12 Jón Trausti Lúthersson segist ekki hafa veitt Arnari Jónssyni Aspar neina áverka. Fyrr í dag hafði Sveinn Gestur Tryggvason, sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars, sagt að Arnar og Jón Trausti hefðu tekist á og að Jón Trausti hefði lamið Arnar með neyðarhamri. Meira »

Þeir fyrstu að koma til Egilsstaða

17:31 Fyrstu farþegarnir, sem voru í rútunni sem ók aftan á snjóplóg á Austurlandi fyrr í dag, eru væntanlegir til Egilsstaða á hverri stundu. Að sögn aðgerðarstjóra lögreglunnar á Egilsstöðum hefur ferðin sóst hægt enda er vont veður og blint á fjallvegum. Meira »

Birtingin ekki borin undir Geir

17:14 Birting á endurriti af símtali Davíðs Oddsonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Geirs Haarde, þáverandi forsætisráðherra, var ekki borin undir Geir. Endurritið var birt í Morgunblaðinu á laugardag en Geir segir í svari við fyrirspurn Vísis að það hafi ekki verið borið undir hann. Meira »

Vegum víða lokað vegna veðurs

17:57 Þjóðvegur 1 er lokaður um Skeiðarársand, frá Lómagnúpi að Jökulsárlóni. Einnig eru Mývatns- og Möðrudalsöræfi lokuð og þá er óvissustig á Flateyrarvegi og í Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Meira »

Gefa út áætlun um neyðarrýmingu

17:15 Ef til neyðarrýmingar kemur vegna eldgoss í Öræfajökli skulu þeir sem búa í námunda við jökulinn fara stystu leið að bæjunum Svínafelli 1, Hofi 1 eða Hnappavöllum 2. Þar skulu þeir bíða frekari fyrirmæla í bílum sínum. Meira »

Opna fjöldahjálparstöð á Egilsstöðum

16:31 Fljótsdalshéraðsdeild Rauða krossins hefur opnað fjöldahjálparstöð á Egilsstöðum þar sem tekið verður á móti farþegum rútu sem lentu í slysi í Víðidal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris.
Með SWAROVSKI kristals skífu, 2ja ára ábyrgð. Sama verð og í heimalandinu 16 til...
Armbönd
...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Samþykkt breyting á deiliskipulagi
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi Da...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...