Starfsmenn fá strætókort

hag / Haraldur Guðjónsson

Fimmtán fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu hafa gert samning við Strætó sem felur í sér að starfsmenn fyrirtækjanna fá lægri strætógjöld.

Á síðasta ári hóf Strætó samstarf við nokkur af stærri fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu við mótun, innleiðingu og framkvæmd vistvænnar samgöngustefnu. Að mati Strætó hafa fyrirtækin og starfsmenn þeirra tekið vel í þessa nýjung. Nú hafa um fimmtán fyrirtæki gert samning við Strætó um kaup á Samgöngukorti fyrir starfsfólk sitt. Selst hafa Samgöngukort að verðmæti um 8 milljónir króna það sem af er þessu ári. Fyrirtækin eru þessi:  Advania, Bílastæðasjóður, DataMarket, Hugsmiðjan, Landsbankinn, Landspítalinn, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Matís, Míla, Ríkiskaup, Ríkislögreglustjóri, Síminn, Skipti og Tryggingastofnun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert