Vilja bjóða út nýtingaréttinn

Neðri hluti Þjórsár.
Neðri hluti Þjórsár. www.mats.is

Hægri grænir vilja virkja í neðri hluta Þjórsár og vill flokkurinn halda Urriðafossvirkjun, Holtavirkjun, Hvammsvirkjun í nýtingaflokki. Flokkurinn vill bjóða út nýtingarréttinn og rekstur á þessum virkjunum í 32,5 ár með framlengingarmöguleika. Þetta kemur fram í ályktun frá flokknum.

Í henni er því fagnað að rammaáætlun hafi verið lögð fram á Alþingi, en tekið fram að flokkurinn sé hlynntur virkjunum í neðri hluta Þjórsár. Þá er tekið fram, að landið í kringum umræddar virkjanir séu í byggð og náttúrspjöll því í lágmarki. Einnig að þær séu rennslisvirkjanir sem falli vel inn í umhverfið.

„Það er kominn tími til þess að skattborgarar hætti að taka áhættu af virkjanaframkvæmdum eins og hingað til hefur verið og þessi verkefni boðin út á evrópska efnahagssvæðinu og sett í einkaframkvæmd. Þá getur þjóðin loksins fengið langþráða auðlindarentu beint til sín með innheimtu ríkulegs auðlindagjalds,“ segir í ályktun Hægri grænna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert