Ráðherra hélt málinu leyndu

Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Íslensk stjórnvöld hafa frest til dagsins í dag til þess að skila inn athugasemdum vegna kröfu framkvæmdastjórnar ESB um aðild að Icesave-málinu, þetta hefur Morgunblaðið eftir áreiðanlegum heimildum.

„Íslenskum stjórnvöldum er tilkynnt þetta með bréfi dagsettu 27. mars en við nefndarmenn fréttum af þessu í útvarpsfréttum klukkan sex í gærkvöldi, 11. apríl,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. „Þetta er ekki það samráð sem utanríkisráðherra lofaði og ber að hafa við utanríkismálanefnd samkvæmt þingsköpum.“

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í segist Ragnheiðar hafa gagnrýnt þessi vinnubrögð ráðherrans á fundi utanríkismálanefndar í gærkvöldi, en hann var þar viðstaddur. „Ég geri alvarlegar athugasemdir við það að okkur hafi ekki verið tilkynnt þetta og við höfum náttúrlega enga leið til að koma að athugasemdum við þetta svar sem fer á morgun,“ segir Ragnheiður

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir einnig vinnubrögð Össurar Skarphéðinssonar. „Við gerðum töluvert mál úr þessu, allmörg þarna, og það stendur til að ræða þetta betur við utanríkisráðherrann síðar,“ segir Sigmundur í samtali við blaðamann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert