Sjálfstæðisflokkurinn fengi 43%

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

Sjálfstæðisflokkurinn fær 43% fylgi í nýrri könnun sem Fréttablaðið birti í dag. Samkvæmt þessu fengi flokkurinn 29 þingmenn. Miðað við þessa niðurstöðu fengju nýir flokkar samtals 8 þingmenn.

Um 10% sögðust óákveðin og tæp 16% sögðust ekki myndu kjósa eða skila auðu yrði gengið til kosninga nú. Þá vildu 20% ekki gefa upp afstöðu sína. Þetta þýðir að um 46% svarenda gáfu ekki upp afstöðu sína.

Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 42,6% styðja Sjálfstæðisflokkinn, Samfylkingin er með 14,8% fylgi, Framsóknarflokkurinn 14,6%, Vinstri grænir eru með 8,6%, Björt framtíð Guðmundar Steingrímssonar 7,2% og Samstaða Lilju Mósesdóttur 6%. Önnur framboð eru með um og yfir 2%.

Samkvæmt þessu fengi Sjálfstæðisflokkurinn 29 þingmenn, Framsókn 10, Samfylking 10, VG 6, Björt framtíð 4 og Samstaða 4. Stjórnarflokkarnir eru með 32 þingmenn í dag, en samkvæmt könnuninni fengju þeir 16.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert