Ganga ekki á rétt trúfélaga

Stytta Jóns Sigurðssonar á Austurvelli. Dómkirkjan í baksýn.
Stytta Jóns Sigurðssonar á Austurvelli. Dómkirkjan í baksýn. Morgunblaðið/Sverrir

Siðfræðistofnun Háskóla Íslands telur að frumvarp innanríkisráðherra um breytingar á lögum um skráð trúfélög gangi ekki augljóslega á rétt þeirra sem lögin ná nú yfir, þ.e. skráð trúfélög. Breytingarnar sem ætlað er að ná fram séu skýrar og vel skilgreindar.

Með frumvarpinu stendur til að jafna stöðu lífsskoðunarfélaga og skráðra trúfélaga. Í umsögn Siðfræðistofnunar segir að erfitt sé að sjá að tillögurnar geri starfsskilyrði skráðra trúfélaga erfiðari, en það var einmitt röksemd sem kom fram í umsögn biskups Íslands. „Tillögunum er ætlað að jafna stöðu fólks eftir lífsskoðunum þess fremur en að skerða réttindi þeirra hópa sem lög um skráð trúfélög hafa náð yfir.“

Þá segir, að ljóst sé að þau félög sem lögin hafa ekki náð til hafi rétt til þess að sannfæringu félagsmanna sé sýnd virðing og að þau njóti réttinda og beri skyldur til jafns við skráð trúfélög. „Lögin verða að taka mið af samfélagsbreytingum svo lengi sem slíkar breytingar leiða ekki til viðhorfa sem annaðhvort hafna umburðarlyndi og virðingu eða ganga gegn almennri löggjöf.“

Lítil umræða meðal heimspekinga

Siðfræðistofnun telur helsta vandamálið við frumvarpið snúa að því hvers konar skoðanir samfélagið á að sætta sig við og samþykkja sem gildar lífsskoðanir.

Bent er á, að skilyrði fyrir skráningu lífsskoðunarfélags sé að um sé að ræða félag sem byggist á siðferði og lífsskoðunum óháð trúarsetningum og tengja má við þekkt hugmyndakerfi og siðfræði. Lítil umræða hafi hins vegar farið fram milli íslenskra heimspekinga hvernig mögulegt sé að skera úr um að skoðanir tengist þekktum skoðunum í heimspeki eða siðfræði.

Þá er spurt hvers vegna sú nefnd sem gefa skal álit sitt á umsóknum um skráningu á trú- eða lífsskoðunarfélagi skuli vera undir formennsku fulltrúa lagadeildar. „Starf nefndarinnar mun að öllum líkindum einkum snúa að mati á því hversu vel má tengja lífsskoðanir félaga við þekkta heimspeki og siðræði.“

Er því farið fram á að fulltrúi Sagnfræði- og heimspekideildar Háskóla Íslands veiti nefndinni forstöðu og hafi tvöfalt atkvæðavægi þegar atkvæði nefndarmanna falla jafnt.

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands. Morgunblaðið/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ný stjórn Bankasýslu ríkisins

16:50 Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað nýja stjórn Bankasýslu ríkisins. Þrír sitja í stjórninni, sem er skipuð til tveggja ára. Meira »

57 milljónir fyrir 26 daga leigu

16:19 Vegagerðin greiddi Sæferðum rúmar 57 milljónir fyrir 26 daga leigu á ferjunni Baldri þegar hún leysti Herjólf af í vor vegna viðhalds. Meira »

Velja ekki allar að fara í fóstureyðingu

16:16 Fullyrðingar í umfjöllun bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS um að fóstrum með Downs-heilkenni sé eytt í næstum 100 prósent tilfella hér á landi, eru í raun ekki réttar. Þetta segir Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingarþjónustu Landspítalans Meira »

Reykjarmökkur barst frá Helguvík

15:50 Talsverður reykjarmökkur barst frá verksmiðju United Silicon í Helguvík fyrr í dag. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir að umræddur reykur sé í raun ryk og að hann sé skaðlaus. Meira »

Einfalda skráningu íslensks ríkisborgararéttar

15:49 Dómsmálaráðuneytið hefur gefið út drög að breytingum á lögum um íslenskan ríkisborgararétt og barnalögum. Ætlun frumvarpsins er að draga úr ríkisfangsleysi með því að einfalda möguleika á skráningu íslensks ríkisborgararétts til barna sem fæðast hér á landi og ungs fólks sem búið hefur hér á landi. Meira »

Hótaði að skjóta fólk vegna vatnsleka

15:34 Sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglulið handtók í dag mann í Hafnarfirði sem hafði hótað að skjóta fólk í skrifstofuhúsnæði við Cuxhavengötu við Hafnarfjarðarhöfn Meira »

Bandarísk herþota á miðjum vegi

14:29 Vegfarendur á Ásbrú ráku upp stór augu í dag þegar þeir sáu bandaríska herþotu á miðjum vegi í eftirdragi á eftir hvítum ISAVIA-pallbíl. Um er að ræða herþotu af gerðinni Phanton-F4 sem notaðar voru af Bandaríkjaher á árum áður. Meira »

Umferðartafir á Kringlumýrarbraut

15:34 Umferðarslys varð fyrir stuttu á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Listabrautar. veginum hefur ekki verið lokað en einhverjar tafir eru á umferð þar í suðurátt. Meira »

„Mun koma í bakið á okkur öllum“

13:52 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, fundaði í gær með Per Sandberg, sjávarútvegsráðherra Noregs. Þetta upplýsir hún í samtali við mbl.is. Meira »

Stýrir áætlun vegna húsnæðissáttmála

13:48 Velferðarráðuneytið hefur fengið Guðrúnu Ingvarsdóttur til að stýra innleiðingu aðgerðaáætlunar stjórnvalda í húsnæðismálum samkvæmt sérstökum húsnæðissáttmála sem kynntur var nýlega. Meira »

Tímasetningin ekki sú besta

13:30 Upplýsingafulltrú Reykjavíkurborgar kveðst skilja að framkvæmdir við Grensásveg valdi vegfarendum óþægindum og að tímasetning framkvæmdanna sé ekki sú besta. Meira »

„Ekki mönnum bjóðandi“

12:34 „Það væri óskandi að þetta gæti farið af stað, því það er mjög mikilvægt að þetta fari að lagast,“ segir Vilberg Þráinsson, oddviti Reykhólahrepps, um lagningu nýs vegar í Gufudalssveit á Vestfjörðum. Vörubílar liggja fastir á núverandi malarvegi allan ársins hring vegna bleytu eða drullu. Meira »

Þyrlan sækir farþega í skemmtiferðaskip

12:21 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á ellefta tímanum í  morgun til að sækja veikan farþega um borð í skemmtiferðaskipi sem statt var í Breiðafirðinum. Meira »

Ekkert eftirlit og engin tölfræði

11:00 Engar reglur eru um að sérstakt leyfi þurfi frá heilbrigðisyfirvöldum til að framkvæma fegrunaraðgerðir á vörum á borð við varafyllingar. Aftur á móti ættu aðeins læknar að framkvæma bótox-aðgerðir. Meira »

Sprengingar fyrirhugaðar í september

10:38 Vonast er til að sprengingar hefjist í Dýrafjarðargöngum í byrjun september. Forskering, þar sem sprengdur er skurður inn í fjallið, hófst 17. júlí. Meira »

Leiðakerfi Strætó í Google Maps

11:57 Til stendur að færa leiðarkerfi Strætó inn í Google Maps-kortavefinn. Munu farþegar þá geta nálgast upplýsingar um bestu leið milli staða á einfaldan hátt á vef Google eða Google Maps-forritinu í síma. Meira »

Veiddu 73 þúsund tonn í júlí

10:50 Fiskafli íslenskra skipa í júlí var 73.473 tonn, eða 3% meira en í júlí 2016. Botnfiskaflinn nam tæpum 30 þúsund tonnum og jókst um 6%, en þar af veiddust tæp 17 þúsund tonn af þorski sem er 22% aukning samanborið við júlí 2016. Meira »

Stöðvaður á 162 km hraða

10:21 Lögreglan á Blönduósi stöðvaði ökumann í gær sem mældist á 162 km hraða. Ökumaðurinn var á ferðinni milli Sauðárkróks og Varmárhlíðar eftir hádegi í gær þegar hann varð á vegi lögreglu. Meira »
Ford Transit Rimor árg. 2008
Ford Transit Rimor húsbíll. Nýskr 05.2008. Ekinn 84 þús. 5 gíra. Eyðslugrann...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 49 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...