Ganga ekki á rétt trúfélaga

Stytta Jóns Sigurðssonar á Austurvelli. Dómkirkjan í baksýn.
Stytta Jóns Sigurðssonar á Austurvelli. Dómkirkjan í baksýn. Morgunblaðið/Sverrir

Siðfræðistofnun Háskóla Íslands telur að frumvarp innanríkisráðherra um breytingar á lögum um skráð trúfélög gangi ekki augljóslega á rétt þeirra sem lögin ná nú yfir, þ.e. skráð trúfélög. Breytingarnar sem ætlað er að ná fram séu skýrar og vel skilgreindar.

Með frumvarpinu stendur til að jafna stöðu lífsskoðunarfélaga og skráðra trúfélaga. Í umsögn Siðfræðistofnunar segir að erfitt sé að sjá að tillögurnar geri starfsskilyrði skráðra trúfélaga erfiðari, en það var einmitt röksemd sem kom fram í umsögn biskups Íslands. „Tillögunum er ætlað að jafna stöðu fólks eftir lífsskoðunum þess fremur en að skerða réttindi þeirra hópa sem lög um skráð trúfélög hafa náð yfir.“

Þá segir, að ljóst sé að þau félög sem lögin hafa ekki náð til hafi rétt til þess að sannfæringu félagsmanna sé sýnd virðing og að þau njóti réttinda og beri skyldur til jafns við skráð trúfélög. „Lögin verða að taka mið af samfélagsbreytingum svo lengi sem slíkar breytingar leiða ekki til viðhorfa sem annaðhvort hafna umburðarlyndi og virðingu eða ganga gegn almennri löggjöf.“

Lítil umræða meðal heimspekinga

Siðfræðistofnun telur helsta vandamálið við frumvarpið snúa að því hvers konar skoðanir samfélagið á að sætta sig við og samþykkja sem gildar lífsskoðanir.

Bent er á, að skilyrði fyrir skráningu lífsskoðunarfélags sé að um sé að ræða félag sem byggist á siðferði og lífsskoðunum óháð trúarsetningum og tengja má við þekkt hugmyndakerfi og siðfræði. Lítil umræða hafi hins vegar farið fram milli íslenskra heimspekinga hvernig mögulegt sé að skera úr um að skoðanir tengist þekktum skoðunum í heimspeki eða siðfræði.

Þá er spurt hvers vegna sú nefnd sem gefa skal álit sitt á umsóknum um skráningu á trú- eða lífsskoðunarfélagi skuli vera undir formennsku fulltrúa lagadeildar. „Starf nefndarinnar mun að öllum líkindum einkum snúa að mati á því hversu vel má tengja lífsskoðanir félaga við þekkta heimspeki og siðræði.“

Er því farið fram á að fulltrúi Sagnfræði- og heimspekideildar Háskóla Íslands veiti nefndinni forstöðu og hafi tvöfalt atkvæðavægi þegar atkvæði nefndarmanna falla jafnt.

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands. Morgunblaðið/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fremur tilkomulítið veður

07:15 Veður dagsins verður fremur tilkomulítið. Fremur hæg vestanátt þar sem sólar mun helst njóta við austanlands og ekki verður sérlega hlýtt, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

Kærðu útboð á aðstöðu flugrútu

06:59 Ríkiskaup tilkynntu á opnunarfundi tilboða í útboði Isavia á aðstöðu fyrir hópferðabifreiðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar að opnun tilboða yrði frestað vegna kæru Félags hópferðaleyfishafa. Meira »

Dúxinn segir skipstjórann skipta máli

06:52 Atli Hafþórsson var með hæstu einkunn brautskráðra meistaranema við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands um helgina en hann útskrifaðist þar með meistarapróf í aðferðafræði. Aðaleinkunn hans var 9,25. Meira »

Slökktu eld í klósetti

06:48 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti eld í gámaklósetti við Hvaleyrarvatn í gærkvöldi. Mikinn reyk lagði frá klósettinu enda gámurinn úr plasti. Meira »

Þrír ökumenn í vímu

05:45 Þrír ökumenn voru stöðvaðir í gærkvöldi og í nótt af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Mennirnir eru grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis og eða fíkniefna. Meira »

Bjóða flugmönnunum vinnu hjá Wow air

05:30 „Ég myndi glaður bjóða þessu ágæta fólki vinnu svo framarlega sem það standist hæfniskröfur okkar,“ segir Skúli Mogensen, forstjóri Wow air, spurður um viðbrögð við uppsögnum flugmanna hjá Icelandair sem taka gildi í haust. Meira »

Hjartalaga útsýnishjól í Reykjavík

05:30 Marta Jonsson, skóhönnuður og athafnakona í London, hefur í hyggju að reisa hjartalaga útsýnishjól í Reykjavík.  Meira »

Grænlandssöfnunin gengur vel

05:30 „Söfnin hefur staðið innan við viku og fór af stað án nokkurs undirbúnings. Við erum komin vel yfir 20 milljónir, sem er ótrúlegur árangur,“segir Hrafn Jökulsson, forsvarsmaður landsöfnunarinnar „Vinátta í verki“. Meira »

Sumarbækur sækja í sig veðrið

05:30 Útgáfa bóka á vorin og yfir sumartímann hefur aukist talsvert undanfarin ár. Bókaútgefendur hafa unnið markvisst að því að byggja upp sumarbókamarkaðinn og nú er svo komið að í ágústlok er um þriðjungur af bókaútgáfu ársins kominn út. Meira »

Auka eftirlit með ferðaþjónustu

05:30 Ferðamálastofa er að bæta við sig starfsfólki til að geta betur sinnt eftirliti með fyrirtækjum sem fengið hafa starfsleyfi hjá stofunni. Leyfisveitingar og eftirlit með ferðaþjónustunni eru í höndum margra stofnana. Meira »

Talsvert slasaður eftir bifhjólaslys

Í gær, 23:16 Lögreglan á Suðurlandi hefur lokið störfum á vettvangi vélhjólaslyss sem varð á Bræðratunguvegi, milli Reykholts og Flúða, síðdegis. Ökumaður bifhjólsins slasaðist talsvert. Meira »

Bjart og hlýtt fyrir austan

Í gær, 21:58 Hlýjast verður austanlands á morgun, mánudag. Á landinu verður vestlæg átt, 3-8 m/s, skýjað með köflum og skúrir en bjartara veður austan til. Meira »

Sprengjusveitin kölluð út að Álftanesi

Í gær, 21:10 Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út í dag til aðstoðar lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir að hlutur sem leit út eins og jarðsprengja fannst í fjörunni á Álftanesi. Hluturinn reyndist vera hættulaus. Meira »

Finnur til með skipstjóranum

Í gær, 19:51 Kan­adamaður­inn Michael Boyd, sem missti eig­in­konu sína í hörmu­legu slysi við Jök­uls­ár­lón fyrir tveimur árum, segist finna til með skipstjóra hjólabátsins sem ók yfir hana. Meira »

App sem minnir á hreyfingu

Í gær, 18:30 Nýtt íslenskt app hjálpar kyrrsetufólki að muna eftir því að standa upp og hreyfa sig.  Meira »

Hundar sýndu sínar bestu hliðar

Í gær, 19:52 Veðrið lék við hunda og menn á túninu við Reiðhöll Fáks í Víðidal um helgina er fram fór þreföld hundasýning. Yfir 1.400 hundar voru skráðir til keppni og af 94 tegundum. Meira »

Gert til að tryggja framkvæmd

Í gær, 19:25 „Það fá allir að tala við þá sem þeir þurfa að tala við hér á landi og hann fékk líka að gera það,“ segir Guðbrandur Guðbrandsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn sem fer fyrir stoðdeild ríkislögreglustjóra. Þar vísar hann í mál nígerísks manns sem vísað var úr landi fyrir helgi. Meira »

Dæmdur fyrir líkamsárás í Krónunni

Í gær, 18:15 Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur dæmdi karl­mann á föstudag í fimm mánaða skil­orðsbundið fang­elsi fyr­ir lík­ams­árás í verslun Krónunnar á Granda í júní í fyrra. Að því er fram kemur í dómnum réðst maðurinn á brotaþola, sem hann segir hafa beitt unnustu sína kynferðisofbeldi. Meira »

Wow Cyclothon

Sjónvarpsbekkur Hemnes
Til sölu vel með farinn HEMNES sjónvarpsbekkur, 148 x 47 cm. Tilboð. Uppl. í sím...
2ja herb. íbúið í lyftuhúsi
Íbúðin er á efstu hæð í fjölbýlishúsi. Lyfta er í húsinu. Íbúðin er svefnherbe...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Viltu auka business þinn. Egat Nuddsteinar(Basalt) ásamt Steinapotti 39.000
Viltu auka business þinn.(Hot Stones) . Hlægilegt verð :Fallegir Nuddsteinar (Ba...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Félagsstarf aldraða
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...