Umferðartafir vegna heimsóknar

Wen Jiabao.
Wen Jiabao. mbl.is/reuters

Búast má við töfum á umferð í næsta nágrenni Þjóðmenningarhússins um tíma síðdegis á morgun, föstudag. Þetta fékkst staðfest í forsætisráðuneytinu.

Tafirnar má rekja til öryggisráðstafana í tengslum við opinbera heimsókn Wens Jiabaos, forsætisráðherra Kína, sem kemur hingað til lands fyrri hluta föstudagsins. Boð til forsætisráðherra Kína um að heimsækja Ísland hefur legið fyrir allt frá 2006.

Jiabao mun eiga fund með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og fleiri ráðherrum. Hann mun einnig eiga fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert