Fljótsdalshérað í úrslit

Spurningaþátturinn Útsvar nýtur mikilla vinsælda.
Spurningaþátturinn Útsvar nýtur mikilla vinsælda.

Fljótsdalshérað hafði betur í seinni undanúrslitaþætti Útsvars gegn Garðabæ. Fóru leikar 74-69. Fljótsdalshérað mætir því Grindavíkurbæ að viku liðinni í úrslitaþættinum.

Úrslitin réðust ekki fyrr en í síðustu spurningunni er spurt var um setningu úr þjóðsögunni um átján barna föður í álfheimum.

Vilhjálmur Bjarnason, keppandi í liði Garðabæjar, er sextugur í dag og fagnar því ekki sigri á afmælisdaginn en Garðabær hefur einu sinni farið með sigur af hólmi í Útsvari.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert