Heimilt að varðveita upplýsingar um lán

Íslandsbanka var heimilt að varðveita upplýsingar um lán sem bankinn veitti var karlmanni árið 1995. Þetta er niðurstaða Persónuverndar sem telur að varðveislan samrýmist lögum um persónuvernd.

Í úrskurði Persónuverndar kemur fram að karlmaður sem ætlaði sér að taka bílalán hjá Ergo, dótturfélagi Íslandsbanka, kvartaði og þótti óeðlilegt að geymdar væru upplýsingar um tölvulán sem hann tók árið 1995 og greitt var upp árið 1997. Fram kemur að Ergo hafi krafist ítarlegs greiðslumats vegna þess að umrætt lán fór í innheimtu.

Í niðurstöðu Persónuverndar er vísað til þess að lögum um Persónuvernd sé ákvæði sem heimil sé vinnsla sem nauðsynleg sé til að gæta lögmætra hagsmuna ábyrgðaraðila. Íslandsbanka hafi verið heimilt að varðveita upplýsingar um viðskiptasögu mannsins enda sé hún nauðsynleg til að hann geti gætt lögmætra hagsmuna sinna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert