Allir fjallvegir lokaðir

Á Kjalvegi.
Á Kjalvegi.

Allir hálendisvegir eru taldir ófærir eða eru lokaðir allri umferð. Uxahryggjavegur niður í Lundarreykjadal er eina undantekningin. Starfsmaður Vegagerðarinnar sem fylgist með ástandi Kjalvegar vonast til að hægt verði að opna inn í Kerlingarfjöll fyrir lok maímánaðar.

Miklir skaflar eru enn á fjallvegum Suðurlands og ekki farið að huga að opnun þeirra, að sögn Bjarna Jóns Finnssonar, yfirverkstjóra Vegagerðarinnar í Vík í Mýrdal. Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa verið að kanna ástand veganna og sett upp skilti um lokun flestra. Þeir eru taldir ófærir og hætt við skemmdum á þeim ef farið er um í aurbleytu. Meðal þeirra vega sem lokaðir eru allri umferð er línuvegurinn norðan við Skjaldbreið og Hlöðufellsvegur.

Fyrstu hálendisleiðir eru venjulega opnar síðari hluta maímánaðar eða í byrjun júní en margar enn síðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert