Eign notuð til að þrýsta á að 1. maí verði frídagur

Kröfuganga á 1. maí í Reykjavík.
Kröfuganga á 1. maí í Reykjavík. mbl.is/Kristinn

Klukkan 13 í dag, á sama tíma og fólk byrjar að safnast saman á horni Snorrabrautar og Laugavegar fyrir árlega kröfugöngu verkalýðsfélaganna, verða dyr verslana í Kringlunni og Smáralind opnar.

Fjöldi verslana annars staðar er líka opinn, hvað sem gagnrýni VR og ASÍ líður.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Stefán Einar Stefánsson, formaður VR, gerir ráð fyrir að hann muni á næsta ári afla sér upplýsinga um eignarhluti lífeyrissjóða í verslunum og fasteignafélögum og þrýsta á í gegnum eignarhaldið að frídagurinn verði virtur. „Þetta verður ekki gefið eftir,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert