Breskt herskip í Sundahöfn

HMS St Albans liggur nú við Sundahöfn en skipið, sem er 133 metrar að lengd, og 180 manna áhöfn þess munu taka þátt í æfingu með Landhelgisgæslunni á mánudag. Skipið verður opnað fyrir almenningi á laugardaginn en MBL Sjónvarp fékk að fara um borð í dag og kynnast lífinu um borð í bresku herskipi.  

Áður en skipið,  sem vegur fullfermt um 4.000 tonn, og áhöfn þess komu hingað til lands var það við æfingar við strendur Skotlands ásamt evrópskum, bandarískum og kanadískum skipum sem 8.000 þúsund manns tóku þátt í. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert