Ólafur Ragnar sendir Hollande heillaóskir

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands,
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mbl.is/Golli

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur í morgun sent François Hollande, nýkjörnum forseta Frakklands, heillaóskir og kveðjur frá íslensku þjóðinni í tilefni af sögulegum sigri.

Í kveðjunni áréttar forseti að samvinna Íslendinga og Frakka eigi sér djúpar sögulegar rætur; frönsk menning, listir og vísindi hafi haft ríkuleg áhrif á íslenskan samtíma. Á vettvangi Evrópu og Atlantshafsbandalagsins hafi löndin lengi átt farsælt samstarf og fjölmörg brýn verkefni blasi við, svo sem á sviði loftslagsbreytinga og umbyltinga í þágu hreinnar orku, segir í tilkynningu frá forsetaskrifstofunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert