Annar ungur flóttamaður fangelsaður

Unglingurinn þarf að dúsa bak við lás og slá.
Unglingurinn þarf að dúsa bak við lás og slá.

17 ára gamall unglingur, sem kom hingað til lands þann 3. apríl, var dæmdur til 30 daga óskilorðsbundinnar refsingar eftir að hann framvísaði fölsuðu vegabréfi við komuna til Íslands. Barnaverndaryfirvöld voru ekki látin vita af komu hans til landsins og var hann dæmdur án aðkomu hennar.   

Pilturinn er frá Afganistan og fyrir handvömm í stjórnsýslunni voru barnaverndaryfirvöld ekki látin vita af komu hans. ,,Af einhverjum ástæðum voru barnaverndaryfirvöld í Sandgerði ekki látin vita af komu hans til landsins. Því fór hann framhjá okkur í kerfinu. Hann kveðst vera 17 ára og því hefði átt að meðhöndla hann sem barn þangað til annað kæmi í ljós.“ segir Bragi Guðbrandsson forstöðumaður Barnaverndarstofu.

Hann hóf afplánun sína 10. apríl og hefur þegar lokið henni. Hann er nú á gistihúsinu að Fitjum.

Uppfært 19:39:

Upplýsingar hafa borist mbl.is þess efnis að barnaverndaryfirvöldum í Sandgerði hafi verið tilkynnt um komu piltsins, skömmu eftir að hann lenti hér á landi og þegar hann var enn staddur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert