Segir málþófið hafa mistekist

Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður VG.
Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður VG. mbl.is/Ómar Óskarsson

Málþóf þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um breytingar á stjórnarráðinu mistókst segir Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, á heimasíðu sinni í dag en síðari umræðu um málið lauk í gær eftir miklar umræður á Alþingi undanfarnar vikur. Þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar um breytingarnar var síðan samþykkt í þinginu í dag.

Björn Valur segir að þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi „talað sig máttlausa gegn því að fækka ráðuneytum og ráðherrum í ríkisstjórn“. Tilgangurinn með því hafi verið „að ná tökum á öðrum málum ríkisstjórnarinnar s.s. stjórn fiskveiða, rammaáætlun og nýrri stjórnarskrá. Það mistókst að þessu sinni hjá andstöðunni sem sat uppi með það í gær að vera í málþófi um rangt mál sem hvergi nýtur samúðar og að auki á röngum tíma“.

Segir Björn að í gær hafi því tekist „með nokkru harðfylgi að koma skikk á störf þingsins a.m.k. út næstu viku sem vonandi verður til að betri mynd dregst upp af Alþingi en blasað hefur við að undanförnu“.

Heimasíða Björns Vals Gíslasonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert