Skila inn áætlun til ESB

Össur Skarphéðinsson
Össur Skarphéðinsson mbl.is/Ómar Óskarsson

Tímasett aðgerðaráætlun um hvernig undirbúningi á sviði byggða- og sveitarstjórnarmála verður háttað komi til aðildar Íslands að Evrópusambandinu hefur verið afhent framkvæmdastjórn og aðildarríkjum ESB.

Áður hafði verið fjallað um áætlunina í ráðherranefnd um Evrópumál og hún send utanríkismálanefnd Alþingis. Við lok rýnivinnu um byggða- og sveitarstjórnarmál óskaði framkvæmdastjórn ESB eftir því að Ísland legði fram slíka aðgerðaráætlun og vann samningahópurinn áætlunina í samráði við hlutaðeigandi aðila innanlands.

Skýrt kemur fram að ekki verða gerðar breytingar á núverandi löggjöf eða framkvæmd byggðastefnu á Íslandi eingöngu vegna samningaviðræðnanna við ESB fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu, segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu

„Hins vegar felst í áætluninni að Ísland verður tilbúið að stíga þau skref sem nauðsynleg eru til að axla þá ábyrgð og njóta þess ávinnings sem þátttaka í byggðastefnu Evrópusambandsins felur í sér. Gert er ráð fyrir að viðræður um samningskaflann um byggðamál hefjist síðar á þessu ári,“ segir ennfremur í tilkynningu.

Áætlunin í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert