Svandís Svavarsd.: Veiðar og nýting villtra dýra

Svandís Svavarsdóttir.
Svandís Svavarsdóttir.

„Ilmandi rjúpa á aðfangadag, reyktur lundi á þjóðhátíð, hreindýrasteik til hátíðarbrigða. Fyrr á öldum voru nytjar á villtum dýrastofnum landsins eitt af því sem gerði fólki kleift að draga fram lífið í harðbýlu landi. Nú eru þessar veiðar mikilvægur hluti af matarmenningu Íslands,“ segir Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra í grein í Morgunblaðinu í dag.

Forsenda þess að svo megi vera áfram, segir Svandís, er að við berum gæfu til að skipuleggja veiðar og aðra nýtingu villtra dýra þannig að viðgangur stofnanna sé tryggður. Þetta er markmið svokallaðra villidýralaga.

Svandís segir að frumvarp sem lagt var fram snúist um heimild umhverfisráðherra til að banna veiðar en í því felst ekki ákvörðun um bann.

„Engin slík ákvörðun liggur fyrir. Vöktun verður hins vegar sett í forgang og ef af banni verður yrðu veiðar leyfðar að nýju þegar stofnar taka að braggast á ný“, segir m.a. í grein Svandísar.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert