Stjórnir lífeyrissjóðanna vilji ekkert leggja á sig

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG.
Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG. mbl.is/Ómar

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, segir að í viðræðum stjórnvalda við lífeyrissjóðina þá birtist stjórnir sjóðanna eins og þær vilji ekkert leggja á sig við uppbyggingu samfélagsins. Þær telji það jafnvel andstætt hagsmunum sjóðanna.

Árni sagði í umræðum um störf þingsins í dag, að stjórnirnar beri fyrir sig skorti á lagaheimildum. Hann segir að það verði að skoða, þ.e. hvort hægt sé að ráða bót á því.

Þá segir Árni að umræða um skattlagningu á séreignarsparnað sé eitthvað sem þingið verði að fara yfir á nýjan leik og horfa þar á hagsmuni sjóðsfélaga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert