Þingfundur um stjórnarskrármál hafinn

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var fyrst á mælendaskrá í dag.
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var fyrst á mælendaskrá í dag. mbl.is/Ómar

Þingfundur er nú hafinn að nýju á Alþingi, en fundur stóð til miðnættis í gær. Eina málið á dagskrá er tillaga um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskránni. 

12 voru á mælendaskrá í upphafi þingfundar, þar af 8 þingmenn Sjálfstæðisflokks og tveir þingmenn Framsóknarflokks, en báðir flokkar hafa lagst hart gegn tillögunni. Tveir þingmenn Vinstri grænna eru einnig á mælendaskrá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert