Pétri meinað að taka til máls

Pétur H. Blöndal alþingismaður.
Pétur H. Blöndal alþingismaður. mbl.is/Ómar

„Mér er nú nokkuð brugðið að sjá það að forseti hafi ekki hleypt háttvirtum þingmanni Pétri Blöndal í ræðustól. Hann bað um orðið á meðan ég var í stólnum en það var ekki nóg,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi nú undir kvöldmat.

Guðlaugur hafði verið í ræðustól að ræða breytingar á innheimtulögum og þegar þeirri umræðu lauk var byrjað að ræða um frávik frá lögum vegna svonefndra IPA-styrkja frá Evrópusambandinu vegna umsóknarinnar um inngöngu Íslands í sambandið.

„Ég sá ekki betur en að háttvirtur þingmaður bæði um að taka til máls undir liðnum fundarstjórn forseta og við því var heldur ekki orðið. Við ræðum þetta kannski betur hér undir liðnum fundarstjórn forseta á eftir en þetta kom mér á óvart og tel að þetta sé nú ekki til eftirbreytni og skil ekki alveg ákvörðun forseta,“ sagði hann en forseti var Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert