Íslensk tímarit og bækur töpuðust með Titanic

Titanic leggur upp í sína fyrstu og einu ferð frá …
Titanic leggur upp í sína fyrstu og einu ferð frá Southampton í Englandi 10. apríl 1912.

Sjö bókakassar og nokkrir pakkar af íslenskum tímaritum töpuðust með Titanic. Skipið fórst í jómfrúrferðinni fyrir rétt rúmum 100 árum. Ritin hafði íslenska bókasafnið í Cornell-háskóla í Íþöku í Bandaríkjunum pantað.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að hinn 18. apríl 1912 segi í bréfi til bókasafnsins frá fyrirtækinu sem sá um afgreiðslu pöntunarinnar að „sannarlega reiknuðum við ekki með tapi á farmi á nýjasta og fínasta gufuskipi, sem nokkurn tíma hefur verið byggt“.

Kristín Bragadóttir fjallar um þetta efni í bók sinni um Willard Fiske, sem út kom árið 2008. Hún segir að ekki liggi fyrir hvað hafi verið í kössunum og efast um að þarna hafi verið fágætt eldra efni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert