Eldsneytisverð lækkar enn frekar

mbl.is

Eldsneytisverð hefur verið lækkað um tvær krónur hjá Orkunni vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði á hráolíu í gær. Kostar nú lítrinn af bensíni 253 krónur og lítrinn af dísil 251,60 krónur.

Líkt og fram kom í frétt Hagstofu Íslands í morgun lækkaði verð á bensíni og dísilolíu um 3,9% í mælingu á vísitölu neysluverðs í maí frá fyrra mánuði. Var lækkunin helsta skýringin á lækkun vísitölu neysluverðs í mánuðinum.

Bætt við klukkan 11:28

Atlantsolía hefur einnig lækkað verð á eldsneyti um tvær krónur og kostar lítrinn af eldsneyti 10 aurum meira en hjá Orkunni.

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert