Mótmæla með götulistaverkum

Hér má sjá hvernig íbúarnir hafa merkt skemmdirnar. Myndin er …
Hér má sjá hvernig íbúarnir hafa merkt skemmdirnar. Myndin er fengin af vef Vestur.is. mynd/Rögnvaldur Þ. Óskarsson

Vopnaðir penslum og málingu hafa íbúar við Hlíðarveg á Ísafirði tekið sig til og merkt allar holur í götunni með fjölbreyttum litum. Með þessu vilja þeir vekja athygli á bágu ástandi götunnar.

Fram kemur á fréttavefnum Vestur.is að íbúarnir hafi lengi barist fyrir úrbótum á Hlíðarveginum, en allt komið fyrir ekki.

Þá segir í fréttinni að margir telji að skemmdirnar megi rekja til Orkuveitu Vestfjarða, Mílu og Ísafjarðarbæjar sem hafi gengið illa frá eftir lagfæringar og viðgerðir í götunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert