Ekkert „óþarfa jarðrask“ á Úlfarsfelli

Frá lagningu kaplanna á Úlfarsfelli í gær.
Frá lagningu kaplanna á Úlfarsfelli í gær. mbl.is/Styrmir Kári

Nú er verið að leggja kapla frá tindi Úlfarsfells og niður í byggð því á tindinum ætlar Vodafone að reisa fjarskiptamöstur. Við framkvæmdina er m.a. notast við jarðýtu og eru kaplarnir plægðir ofan í svörðinn. Þó liggur vegur alla leið upp.

Hjá Vodafone hafa fengist þær upplýsingar að tæknilega sé því ekkert til fyrirstöðu að leggja kaplana í veginn en hjá borginni fengust þær upplýsingar að þess hafi ekki verið krafist þar sem óvíst sé um eignarhald á veginum og það sé þægilegra að leggja ofan í svörðinn.

Í umsögn heilbrigðiseftirlits borgarinnar segir að gæta þurfi að „óþarfa jarðraski,“ að umhverfisspjöll verði ekki á framkvæmdatíma „og að frágangur framkvæmdasvæða sé í sama eða betra horfi en fyrir var“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert