Vonbrigði og vekur furðu

Samherji
Samherji mbl.is

„Þessi dómur Hæstaréttar er auðvitað mikil vonbrigði og vekur furðu,“ segja Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri og Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja. Þeir segja niðurstöðuna þá að menn hafi ekki rétt á því að leita réttar síns fyrir dómstólum á meðan stjórnvald hefur mál til rannsóknar.

Í yfirlýsingu Þorsteins og Kristjáns segir að þrátt fyrir að Samherji hafi hrakið málatilbúnað Seðlabanka Íslands með afar sterkum rökum sé þetta niðurstaðan. „Hæstiréttur segir fullum fetum að brotið hafi verið á rétti Samherja við málsmeðferðina en engu að síður er málinu vísað frá dómi.“

Þá er Ríkisútvarpið gagnrýnt og sagt að rangt hafi farið með niðurstöðuna í fréttum RÚV fyrr í dag. „Það kom ekki á óvart að ríkisfjölmiðillinn sneri fréttum af þessu máli enn eina ferðina á haus. [...] Þar var því haldið fram að forsendur í dómi héraðsdóms þar sem útreikningar Seðlabankans voru gagnrýndir hefðu verið felldar úr gildi. Þetta er rangt og enn stendur óhaggað það sem fram kom í úrskurði héraðsdóms að útreikningarnir eru rangir.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert